Áramótaröflið

Fyrst að konan er þessa stundina að ‘setja upp andlitið’, blása hárið og allt það sem konur þurfa að gera þegar þær fara út úr húsi (og ég löngu tilbúinn) er kannski ekki úr vegi að ég hendi inn smá bloggi (sem virðist verða afskaplega lítið og þunnt þegar ég er staddur á Íslandi, go figure). Við erum semsagt á leiðinni heim til gamla liðsins í krónhjört, gæs og jafnvel smá flís af rjúpu líka, spái miklum mat og söddum maga eftir þau herlegheit. Á eftir verður svo horft á Skaupið með tilheyrandi hlátri (eða skorti á honum) og að síðustu skotið upp flugeldum eftir kúnstarnnar reglum. Ef veðrið heldur sér þá stefnir þetta allt í frábært kvöld!

Annars hefur lífið verið frekar rólegt undanfarið. Pakkar voru opnaðir og matur snæddur á aðfangadag með tilheyrandi góðum heimtum hvað pakkana varðar. Ég fékk nýja tölvutösku og ferðahátalara frá Þórunni, taskan er meira að segja í stíl við rauðu skóna og beltið svo ég verð þokkalega nettur þegar ég arka með tölvuna í vinnuna. Ég fékk líka bækur og DVD myndir, trefil og spil (borð- og púslu-). Auk þess bíða okkar pakkar úti líka sem við skildum eftir, óþarfi að taka þá með sér til Íslands til þess að þurfa að taka þá með aftur út (auk þess er gaman að eiga eftir pakka þegar við komum heim)… 😉

Við höfum svo verið í jólaboðum með reglulegu millibili, á jóladag (föðurfjölskylda mín) og á annan í jólum (móðurfjölskylda Þóruannr) auk þess sem við vorum í enn einu boðinu í gær (móðurfjölskylda mín). Eins og svona jólaboð geta verið þreytandi þá er þetta fullkomin aðferð til að geta hitt alla fjölskylduna á einu bretti auk þess sem góður matur er aldrei illa þeginn. Þess utan hefur þetta mestmegnis verið leti og afslöppun og það þrátt fyrir að ég hafi mætt í vinnuna miðvikudag til föstudag, ekki mikið unnið þá! 😀

En svona í lok ársins þá er kannski réttast að óska öllum þeim sem hafa nennt að kíkja á röflið í mér þetta árið gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Ég ætla ekki að lofa neinu varðandi næsta ár en segi bara, þangað til næst… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: