Jólafílingur!

Þar sem það eru ekki nema 19 dagar til jóla (með deginum í dag) þá er ekki úr vegi að koma sér í smá jólaskap. Ekki að það sé eitthvað mikið mál þar sem það er búið að skreyta úti um alla borg og ég sé einmitt 20 metra háa jólatréð á Ráðhústorginu á leiðinni í vinnuna. En þegar jól eru í nánd þá þarf að dusta rykið af jólalögunum góðu sem hafa legið í dvala frá því síðustu jól. Datt í hug að það væri kannski ráðlegt að búa til lista með ‘bestu’ jólalögunum sem væri þó ekki lengri en svo að hann myndi rúmast á einum 74 mínútna geisladiski (eða kannski 80 mín). Hér er afraksturinn.

 1. Last Christmas – George Michael [4:25]
  Var ekki einhvern tímann sagt að á jólum ættu allir að vera ‘merry and gay’? 😉
 2. Ég hlakka svo til – Svala Björgvins [4:03]
  Kom víst út meðan Svala var enn ung og efnileg, í dag er hún auðvitað bara sorgleg en lagið er fínt engu að síður, ég hlakka allavega til! 😀
 3. Baby, Please Come Home – U2 [2:20]
  Eina jólalagið (sem ég veit um) sem U2 hafa nokkurn tímann tekið, stórgott þó það sé nú kannski ekkert sérstaklega jólalegt…
 4. Christmas Collage – ??? [3:33]
  Fann þetta af rælni á Now! That’s What I Call Christmas safnplötunni sem ég á víst í iTunes safninu mínu. Einstaklega skemmtileg blanda af gömlum sálmum og lögum.
 5. Ég fæ jólagjöf – Katla María [4:04]
  Ah, hvar væru jólin án Kötlu Maríu…
 6. Christmas in Hollis – Run D.M.C. [2:59]
  Engin skyldi jól halda án þess að hafa þau smávegis hip-hop. Stuðboltarnir í Run D.M.C. taka ‘öðruvísi’ jólalag og gera það með miklum stæl!
 7. Rockin’ Around the Christmas Tree – Brenda Lee [2:06]
  Jólarokk af gamla skólanum, alltaf rokk og ról í kringum jólahrísluna.
 8. Christmas Vacation – Mavis Staples [2:53]
  Titillag samnefndrar jólamyndar sem er einnig gjörsamlega nauðsynlegt áhorf fyrir öll jól, verður sennilega bara betri með hverju áhorfinu!
 9. All I Want for Christmas – Spike Jones [3:09]
  Grínarinn Spike Jones þráir ekkert heitar um þessi jól en að fá aftur framtennurnar sínar, vonum að jólasveinninn verði honum hliðhollur þessi jólin…
 10. Let It Snow – Dean Martin [1:56]
  Dean-arinn klikkar aldrei og ég er líka alveg gjörsamlega sammála honum, myndi ekki fúlsa við smá snjókomu þessa stundina 😀
 11. Sagan af Jesúsi – Baggalútur [4:15]
  Snilldarlag með snilldartexta, jólagleði eins og hún gerist best, eina sem vantar er maltið+appelsínið og loftkökurnar…
 12. Happy Christmas (War is Over) – John Lennon & Yoko Ono [3:34]
  Lennon óskar öllum gleðilegra jóla, árs og friðar, í bókstaflegri merkingu.
 13. Swiss Colony Beef Log – Eric Cartman [2:16]
  Eric Cartman er greinilega gríðarlegt jólabarn auk þess sem hann er fantagóður söngvari 😀
 14. Kósíheit par exelans – Baggalútur [4:14]
  Baggalútsmenn kunna svo sannarlega að gera góð lög, hvort sem það eru jólalög, sumarlög eða fjárlög. Ef maður er ekki kominn með vatn í munninn eftir þetta lag þá er einhver átröskun í gangi (sem er btw líka í laginu) 😉
 15. A Fairytale of New York – Pogues [4:33]
  Í senn mjög jólalegt lag en jafnframt ótrúlega óviðeigandi en hvað er svosem betra en að eyða jólanótt í fangageymslum lögreglunnar með hinum rónunum…
 16. O Holy Night – Eric Cartman [1:56]
  Eric er mættur aftur og í þetta skiptið með lag sem allir þekkja (nema hann auðvitað). Þrátt fyrir grínið er hátíðleikastuðull ca. 7 á bilinu 0-10 sem gerir það að verkum að maður getur fengið smá gæsahúð við hæstu tónana (ólíklegt samt) 😉
 17. Peace On Earth/Little Drummer Boy – Bing Crosby & David Bowie [2:38]
  Þeir félagar í essinu sínu og taka nettan slagara við ómþýðan undirleik. Bing er auðvitað jólakóngurinn bar none.
 18. I Believe in You – Sinead O’Connor [5:40]
  Veit svosem ekki hversu mikið jólalag þetta er en flott er það engu að síður. Sinead er auðvitað snilld með sinn bónaða skalla og fallegu rödd.
 19. Helga Nótt – Egill Ólafsson [3:31]
  Er á því að enginn syngi betur á íslensku en Egill (sem er viðeigandi miðað við nafnið). Hátíðleikinn hreinlega lekur inn um eyrun við þessa hlustun!
 20. The Christmas Song – Nat King Cole [3:12]
  Það er viðeigandi að Nat King Cole eigi síðasta lagið sem er jafnframt uppáhalds jólalagið mitt. Við Eiki erum sammála um að það séu helgispjöll að hlusta á þetta meistaraverk fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu, hugsa að ég geymi mér líka gleðina þangað til þá 🙂

Þetta ætti að halda fólki í mátulega miklu jólaskapi langt fram undir aðfangadag, ef ekki þá er kannski réttast að ég taki mig til á morgun og listi upp ‘jólamyndir’ sem nauðsynlegt er að horfa á fyrir hver jól, rigga því til á morgun…

Annars bað Þórunn mig að koma því að að hún setti inn nýjar myndir á myndasíðu okkar hjóna í gær. Þið sem hafið áhuga á að líta gleðina augum þá er hægt að kíkja á það hér eða með því að smella á tengilinn hérna hægra megin. Njótið vel!

Auglýsingar

2 responses to “Jólafílingur!”

 1. GiG says :

  Hvað með Jólahjól???

 2. Prumminn says :

  Mitt uppáhald er nú „driving home for christmas“ …man ekki hvað hann heitir sem syngur það. Vekur ávallt gleði í litlu íslensku hjarta í danmörku þegar maður veit að jólin verða haldin heima í faðmi fjölskyldunnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: