Samantektin

Jæja, þá erum við aftur orðin tvö í kotinu eftir töluverðan gestagang í síðustu viku. Er samt alls ekkert að kvarta, búið að vera helvíti gaman þó svo skemmtilegheitin hafi komið töluvert niður á svefninum. Skrýtið hvað þessir Íslendingar (sem búa á Íslandi þ.e.) hafa gaman af því að vaka lengi frameftir! En förum aðeins yfir það helsta sem gerðist markvert meðan á dvöl þeirra stóð…

Á miðvikudaginn komu Gimmi og Svana og um kvöldið voru svo tónleikarnir góðu. Það verður að segjast eins og er að þessir tónleikar voru sennilega með þeim betri sem ég hef upplifað! Hver stórsöngvarinn af öðrum steig á svið og fengum við að heyra allt frá rokki til óperusöngs. Þar voru ekki ófrægari menn en Páll Óskar, Helga Möller og Regína Ósk, auk þess sem semi-celeb á borð við Heiðu (Idol) og Nönu (Idol líka) mættu líka. Senuþjófarnir voru samt þau Friðrik Ómar sem tók Queen lagið ‘Somebody to Love’ af mikilli innlifun og Bryndís (konan hans Atla idol) sem tók Tinu Turner smellinn ‘Private Dancer’, hélt fyrst eftir að hún byrjaði að syngja að brögð væru í tafli, hún hljómaði bókstaflega nákvæmlega eins og Tina! Eiki og Lára stóðu sig auðvitað líka vel og geta verið stolt af sinni frammistöðu…

Eftir tónleikana héldu allir söngvararnir ásamt fylgdarliði (okkur Gimma og Svöna þar með talin) á nálægan bar þar sem setið var að sumbli langt fram á nótt. Ekki leiðinlegt að skemmta sér aðeins með heimsfrægum (á Íslandi) Íslendingum… 😉

Á fimmtudagskvöld var svo haldið í Tívolí þar sem tækin voru prófuð og eplaskífur og jólaglögg smökkuð með tilheyrandi árangri. Eftir Tívolí var svo þrammað uppeftir Gammel Kongevej (sem var þó lengri leið en búist var við í upphafi) þar sem við plöntuðum okkur svo á Vinstue 90 sem er helst þekktur fyrir það sem þeir kalla Slow Beer. Þessi bjór er víst bruggaður á staðnum og er án kolsýru. Hann er sennilega kallaður Slow Beer því það tekur fimm mínútur fyrir þá að afgreiða hann í hvert sinn en gestunum virtist líka hann mjög vel því þeir settu þessar fimm mínútur ekki fyrir sig að minnsta kosti…

Á föstudag var haldið í bæinn þar sem við kíktum í frukost á Nyhavn (sem var samt hálf mis) og svo skiptum við liði þar sem fólk vildi kíkja í búðir. Um kvöldið hélt svo öll hersingin heim til Runa og Heiðrúnar þar sem við sóttum pizzur og fórum svo á kollegíbarinn þar sem var setið við spjall og spil af ýmsustu gerð. Lærði meira að segja nýjan drykkjuleik sem kemur sér örugglega vel einhvern tímann síðar. Einhver þreyta var þó í mannskapnum eftir kvöldin á undan og við vorum bara komin heim óvenju snemma þetta kvöldið, klukkan þrjú (fyrri kvöld höfðum við komið heim enn síðar)… 😉

Gimmi og Svana þurftu svo að vakna snemma á laugardeginum til að ná flugi um hádegið. Við Þórunn tókum okkur svo til eftir að þau voru farin og settum upp megnið af jólaskrautinu og hentum okkur svo í búð og keyptum flæskesteg sem við elduðum svo um kvöldið og buðum Eika og Láru uppá, fannst ótækt að þau færu frá Danmörku án þess að fá alvöru danskan jólamat. Verð nú að segja að þetta heppnaðist stórvel og puran var mátulega sölt og stökk! 😀

Í gær var svo bara ákveðið að slaka á og safna kröftum eftir ‘erfiða’ viku. Fór að vísu og spilaði einn handboltaleik sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ég skoraði eitt mark og fiskaði eitt víti. Annars töpuðum við ekki með tuttugu mörkum (þau voru nítján) og höfum þá fínu afsökun að það vantaði svona helminginn af liðinu (lame afsökun samt)… 😉

Auglýsingar

One response to “Samantektin”

 1. Anonymous says :

  Jæja stubbur, það fer nú bara að verða möst að kíkja á ykkur og sjá herleigheitin.
  Verður ekki stefnan tekin á 02.02.2007 c“,)

  Kysstu fallegu og yndislegu konuna þína frá mér.

  Puss och kram,
  Langelskulegasta (og hógværasta) frænka þín!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: