Svartur föstudagur

All generalizations are false, including this one.
Mark Twain

Nei, góðir hálsar, ég er ekki lagstur í þunglyndi því dagurinn í dag er einmitt kallaður þetta hjá Kananum, Black Friday. Þetta er semsagt sá dagur þar sem jólaverslunin hefst í Bandaríkjunum og þeir kalla hann svartan vegna þess að eftir daginn í dag þá er bókhaldið hjá búðunum ekki lengur í mínus (sem er táknað með rauðu) heldur í plús (sem er táknað með svörtu). Það sem meira er þá er þetta sögulega mesti verslunardagurinn í almanaksárinu þar vestra og því nokkuð ljóst að kreditkort verða straujuð grimmt og ógurlegt magn af seðlum mun skipta um hendur. Og þá vitið þið það… 😀

Sólveig mætti hérna galvösk í gær eftir millilendingu í Osló, af öllum stöðum. Það fara ekki nema fjórar (eða kannski fimm) flugvélar á hverjum degi frá Keflavík til Kaupmannahafnar en samt sem áður var ekki pláss fyrir alla sem vildu komast þarna á milli í gær, magnað. Við hentum okkur út að borða og fengum okkur thailenskan mat á Sætu basil sem er staddur rétt við Kóngsins nýjatorg. Fínn matur og fljót og góð þjónusta. Gef staðnum hiklaust þrjár stjörnur…

Á morgun mæta svo Eiki og Lára í hús og þá verður rokkað feitt eins og þeim einum er lagið. Fyndið með þetta orð ‘feitt’ sem er farið að nota yfir eitthvað sem er ‘magnað’ eða ‘stórgott’. Danir segja einmitt líka að eitthvað sé ‘fedt’ og eiga þá við nákvæmlega sama hlutinn. Báðar þjóðir (og sennilega fleiri) hafa gripið þetta úr ensku en vandamálið er að þar segja þeir ekki ‘fat’ heldur ‘phat’ sem einmitt þýðir ‘frábært’ en varð víst upphaflega til þegar verið var að lýsa kynæsandi og aðlaðandi konum (ekki endilega feitar semsagt). Ég ætla því að leggja til að framvegis segist fólk bara ætla að rokka vel og duglega eða kannski af mikilli hörku, þetta ‘feitt’ er allavega ekki að gera sig fyrir mig… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: