Feitur fimmtudagur

Hefði kannski átt að fara sparlega með stóryrðin í gær því að ég fór í strætó í vinnuna í dag. Að vísu hef ég ágætis afsökun því að ég er að fara að keppa í handbolta í kvöld og ætla að fara beint úr vinnunni í leikinn. Ekki séns að ég nenni að hjóla alla leið þangað vitandi það að þá þurfi ég líka að hjóla alla leið heim eftir leikinn. Ég er kannski varamaður en ég er enginn vitleysingur… 😉

Annars tók ég eftir því í gær þegar ég hjóla H.C. Andersens Boulevard að það er búið að opna Tívolí! Já, gott fólk, jólatívolí er semsagt í fullum gangi með öll sín skrilljón jólaljós (öll í boði Stig Gerlach nb). Að vísu er ég ekki viss um að þetta sé svo gott mál því fyrir mér eru algjör helgispjöll að byrja að hugsa um jól fyrr en í fyrsta lagi 1. desember. Hef undanfarið heyrt eina og eina jólaauglýsingu í sjónvarpinu og er ekki allskostar sáttur. Til að kóróna þetta allt er svo búið að skreyta út um allan bæ, jólaljósin komin upp á Amagerbrogade (ekki búið að kveikja að vísu), búið að skreyta Magasin og í morgun, þegar ég kom í vinnuna, var verið að setja upp skreytingar á Føtex búðinni hér fyrir neðan! Ætla að reyna að loka eyrum og augum fyrir þessari ‘árás’ þangað til eftir mánaðarmót þó það verði nánast óvinnandi vígi…

En það er nokkuð ljóst að Danir eru í gleðiskapi þessa dagana og fer það greinilega vaxandi (eða kannski rísandi?!?), allavega ef eitthvað er að marka þessa frétt. Alltaf fjör hjá þessum Dönum! 😀

Auglýsingar

4 responses to “Feitur fimmtudagur”

 1. Jonathan Gerlach says :

  það er örugglega nikótín í þessum stinningarlyfum … Danir elska nikótín!

 2. dr Þórunn says :

  Tja, eða bara að Danir ættu að hætta að reykja og sjá hvort stinningarvandamálið myndi ekki minnka!!!

  Formúlan er víst: reykingar–> æðakölkun–> æðaþrengsli–>of lítið blóð í tissemanden við ákveðin tækifæri–> risvandamál!! ;0)

  Svo stelpur ættu ekki að ná sér í menn sem reykja ;o)

 3. Anonymous says :

  Oh, er þessi aukning ekki tilkomin eftir að þið strákarnir fluttu út?

 4. Sólveig Birna says :

  ó snap!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: