Móður miðvikudagur

Ég get ekki annað en verið helvíti stoltur af sjálfum mér þessa stundina! Málið er semsagt að í morgun vaknaði ég drulluþreyttur eftir síðbúna fótboltaæfingu í gærkvöldi, leit út um gluggann og sá að það hafði greinilega rignt vel og duglega í nótt og þungt yfir. Það var alveg á nippinu að ég nennti að hjóla í vinnuna en, viti menn, ég tók mér tak og skellti mér bara í gleðina og sé svo sannarlega ekki eftir því núna (nema þegar ég fer að hugsa um að ég þarf þá að hjóla heim líka)…

Annars hef ég svosem ekki frá neinu að segja, frekar viðburðarlítið líf þessa dagana. Gæti auðvitað tuðað meira yfir þessu með göngukallana/-konurnar, jafnvel nöldrað yfir öllum þessu straumi af innflytjendum. Ég gæti líka látið gamminn geysa um stöðu íslensku krónunnar eða gert grín að því að Ingibjörg Sólrún fékk ekki nema 70% atkvæða í sæti sem hún ein sóttist eftir í prófkjöri Samfylkingarinnar. Ef ég væri í virkilega góðu stuði gæti ég líka hneyklast á því að Eyjavitleysingarnir vilja greinilega fá Árna ‘Five-fingers’ Johnsen aftur á þing eða því að hjólinu hans Jonna var stolið í gær og það ekki í fyrsta sinn. En ég verð bara að viðurkenna að ég nenni því ekki í dag og sennilega ekki á morgun heldur…

Og svo fyrir þá sem bíða jafn spenntir og ég eftir TD: TPOD (það er semsagt Tenacious D: The Pick Of Destiny fyrir ykkur sem fylgjast ekki með) þá er hægt að lina þjáningarnar (vegna biðinnar) yfir þessu.

Auglýsingar

2 responses to “Móður miðvikudagur”

  1. GiG says :

    Þú ert jaxl!!!

  2. Anonymous says :

    Er alltaf verið að stela sama hjóli af Jonna?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: