Vikusamantektin

Helvíti er það orðið lélegt þegar maður þarf að hafa vikusamantekt en ekki einfalda helgarsamantekt! Sýnir bara hversu latur maður er að henda inn færslum. Auk þess gerir þetta mér mjög erfitt fyrir því ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað ég var að gera í síðustu viku! Það hefur allavega ekki verið mjög merkilegt fyrst ég man ekki eftir því. En við skulum samt reyna að sjá hvað kemur upp úr kollinum við smá áreynslu…

Miðvikudagur og fimmtudagur eru eiginlega bara blur, man ekkert hvað ég gerði annað en að vinna. Fór ekki einu sinni á handboltaæfingu því ég var að vinna á fimmtudagskvöldið. En ef ég hugsa aftur til föstudags þá kviknar á einhverjum perum því að þá fórum við hjónin út að borða, hvorki meira né minna. Og það sem meira var, fórum bara helvíti fínt út að borða því stefnan var sett á Hereford Beefstouw við hliðina á Tívolí. Þar gæddum við okkur á dýrindis nautalund með bakaðri kartöflu og á eftir fékk mér með ís með einhverri þeirri bestu súkkulaðisósu sem ég hef nokkurn tímann fengið. Stórgóður matur og, það sem er mikilvægast, algjörlega í boði fyrirtækisins… 😉

Á laugardag var dagurinn tekinn mjög rólega, gláptum á bíómynd og lágum í leti fram eftir degi en héldum svo til Jonna og Erlu í kvöldmat. Þau höfðu tekið sig til og eldað svínalundir fylltar með spínati borið fram með kartöflugratíni. Í eftirrétt hafði Erla svo búið til ostaköku með súkkulaði og bláberjakeimi sem var eiginlega of góð! Hefði alveg þegið þrjá auka maga a la kýrnar til að geta komið meiru af þessari köku niður. Spurning um að láta Jonna koma með afganga í vinnuna á morgun bara! 😀

Í gær var svo annar rólegur dagur. Hentum í þvottavél (sem þykir víst alltaf fréttnæmt) og tókum smá göngutúr í rokinu, ákaflega hressandi. Ég fór svo upp í Tingbjerg (sem er einhvers staðar á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu) til að keppa í handbolta. Eiginlega var þetta stórfurðulegur leikur því að til að byrja með þurftum við að bíða í 10 mínútur (eftir að leikurinn átti að vera byrjaður) eftir öðrum dómaranum og að lokum skilaði dómari sér í hús, þó ekki sá sem við vorum að bíða eftir. Dómarinn reyndist vera kvenmaður (þarf víst að koma fram að ég hef ekkert á móti kvendómurum per se) sem reyndist svo vera hið mesta skass og greinilega ekki ‘vinveitt’ Íslendingum því hún gerði hreinlega í því að dæma á móti okkur (að okkar mati auðvitað). Auk þess var leikklukkan eitthvað biluð í fyrri hálfleik því að það vantaði mörk heimamanna. Í hálfleik sýndi taflan því 0-9 þegar staðan var í raun 11-9. Við byrjuðum seinni hálfleik betur og eftir þrjár mínútur höfðum við jafnað í 11-11. Hér skildu þó leiðir. Næstu 27 mínúturnar skoruðu andstæðingarnir (Stadion 2) hvorki fleiri né færri en 26 mörk á meðan við skoruðum bara 6. Við erum því að tala um 37-17 tap! Hélt eftir 36-17 að við gætum ekki gert verr en ég hafði greinilega rangt fyrir mér… 😀

IKEA hefur svo ekki enn haft samband, traustvekjandi…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: