World War III!!!

Það var allavega það fyrsta sem mér datt í hug í morgun þegar ég hrökk upp við það sem við gætum kallað sprengingu! En þegar ég varð ekki var við fleiri þessháttar hljóð í kjölfarið þá fór ég og athugaði hvað hafði valdið þessum hávaða. Ég heyrði að hljóðið kom frá hinum hluta svefnherbergisins, þar sem Þórunn er með lesaðstöðu. Þegar ég kem þangað sé ég að gólfið er þakið í glerbrotum og því var fyrsta hugsunin sú að eitthvað hefði brotið gluggann, grjót eða e.t.v. fugl. En við nánari athugun kom í ljós að gluggarnir voru heilir en hinsvegar var herta glerplatan, sem við höfðum keypt með skrifborðinu og sett ofaná það, sem hafði orsakað allan þennan hávaða og hafði semsagt tekið uppá því í morgun að springa bara uppúr þurru (sjá mynd)!

Við hringdum að sjálfsögðu beint í IKEA (sem höfðu selt okkur borðið og glerplötuna) til að láta þá vita, ekki til að heimta nýja plötu eða skaðabætur heldur til þess að þeir gætu gert ráðstafanir varðandi aðra sem höfðu keypt þessa sömu plötu ef ske kynni að um framleiðslugalla væri að ræða. En merkilegt nokk þá hafði kellingin sem ég talaði við hjá IKEA miklu meiri áhuga á því að ég fyndi nótuna sem ég fékk með kaupunum (sem við erum löngu búin að henda btw) og var víst ekki að gera sér fulla grein fyrir alvöru málsins, sagði að ef ég fyndi ekki nótuna gætu þau ekkert gert. Sagði okkur þó að taka myndir af óskapnaðinum og senda þeim, þau myndu svo bara hafa samband. Frábær þjónusta hjá IKEA, ætli við hefðum ekki fengið betri þjónustu ef svo ‘skemmtilega’ hefði viljað til að Þórunn hefði setið við borðið, tjah, eða Agnes hefði verið í pössun í nótt og önnur hvor þeirra hefði fengið glerrigningu yfir sig, þætti gaman að vita hversu mikinn áhuga þau hefðu haft á málinu þá…

Og sjaldan er ein báran stök því ég ætlaði svo að henda í þvottavélar áðan, drösslaði tveimur stútfullum pokum af þvotti niður í þvottahús, fyllti fjórar vélar og setti þvottaefni á þær allar. Ætlaði svo að nota þvottakortið til að geta gangsett vélarnar en að sjálfsögðu fékk ég þau skilaboð að það væri ‘villa á kortinu’. Það var alveg sama hvað ég reyndi, ekki vildi maskínan taka við kortinu. Ég þurfti því að taka allan þvottinn úr vélunum aftur og drösslast með þvottinn óþveginn aftur upp í íbúð… 😦

Vona bara að ‘the laws of three’ sé ekki regla og frekar bara mýta því að þá á væntanlega eitthvað eftir að gerast í kvöld til að fullkomna þrennuna. Heppilega er ég ekki hjátrúarfullur en maður skyldi þó aldrei segja aldrei… 😉

Auglýsingar

2 responses to “World War III!!!”

  1. Anonymous says :

    Wow, heppni að Þórun var ekki að lesa. Hefði getað endað illa. Talaðu bara við einhvern yfirmann hjá IKEA. Þeir skilja að svona lagað er alvarlegt. Starfsmenn á síma eru yfirleitt bara að gefa stöðluð svör samkvæmt verklýsingu.

  2. GiG says :

    Þetta er ótrúlegt! Ég segi nú bara ekki annað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: