Laugardagsfár

Treysti mér loksins núna til að henda inn færslu til að tala um leikinn ‘góða’ á miðvikudag. Borgaði morðfjár fyrir miðann til þess eins að sjá United spila sinn versta leik á tímabilinu og tapa fyrir slöppu liði FCK. Mér finnst ég beinlínis hafa verið rændur! En að öllu gamni slepptu þá var þetta nú bara hin besta skemmtun þrátt fyrir úrslitin, ég allavega skemmti mér konunglega og gat ekki annað en samglaðst með þeim fjölmörgu Dönum sem sátu í kringum mig sem gjörsamlega misstu sig þegar FCK skoraði og svo aftur þegar flautað var til leiksloka. Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá sigur minna manna en á heildina litið var þetta vel þess virði, þrátt fyrir allt… 😀

En þó verð ég að koma inn á kuldann! Ég var orðinn gjörsamlega tilfinningalaus í tánum í leikslok og fékk ekki tilfinninguna aftur fyrr en eftir að ég var kominn heim. Danirnir höfðu vit á því að taka mér sér snafsa til að ylja sér, hefði sjálfur átt að brjóta odd af oflæti mínu og fá mér eins og einn kaffibolla eða svo, betra að pína ofan í sig viðbjóð en að missa tærnar vegna kals. Það hefur nefnilega verið sannkölluð ísaldarstemmning hérna síðustu daga og ullarnærfötin notuð óspart. Í dag er þó hitinn kominn aftur í sitt ‘eðlilega’ horf þannig að kannski er hægt að hvíla ullina um sinn…

Fórum í gær í tvöfalt afmæli hjá Bruno (29 ára) og Helgu Maríu (1 árs) þar sem okkur var boðið í glæsilegan þriggja rétta dinner með afmælisköku og det hele. Sátum og spjölluðum fram yfir miðnætti í góðum félagsskap afmælisbarnanna auk Ragnhildar og Guggu. Björgvin lét sig þó vanta í þetta skiptið, hann var víst að kynnast nýja jólabjórnum frá Tuborg sem var ‘frumsýndur’ í gærkvöldi klukkan 20:59 að staðartíma. Ef ég þekki Björgvin rétt þá eru þeir núna sennilega orðnir eins og bræður… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: