Allraheilagramessa

Í dag er víst Allraheilagramessa sem er sennilega betur þekkt hjá flestum sem Halloween. Þeir sem hafa áhuga og nennu til geta klætt sig í búning og farið að sníkja nammi, sjálfur er ég kominn í minn ‘búning’, letibuxur og stuttermabol. Er eiginlega viss um að ég myndi ná að hala inn slatta af nammi á þennan búning, allavega er hann frekar scary á að líta… 😉

Tengdamamma var hérna hjá okkur í síðustu viku og kvaddi okkur í gær. Var í svona afslöppunarferð, eins og það er kallað, og tíminn var vel nýttur til að gera lítið sem ekki neitt, horfa á Önnu í Grænuhlíð (ekki ég þó) og rápa í búðir (sem ég gerði ekki heldur). Fórum líka með henni og Sigríði í Glyptoteket og skoðuðum listaverk, ákaflega menningarlegt…

Á laugardag var svo leikur í handboltanum. Eins og áður hefur komið fram þá er ég, það sem menn myndu kalla, varamaður og er ekkert ósáttur við það hlutskipti mitt. Mitt hlutverk er að koma inná þegar byrjunarliðsmennirnir eru þreyttir eða meiðast og reyna að gera sem minnstan skaða inni á vellinum. Í þessum leik þá var ég búinn að taka mína venjulegu stöðu á bekknum og allt stefndi í rólegan leik (fyrir mig þ.e.) þegar Ómar hornamaður tók upp á því að meiðast strax á 10. mínútu. Þar sem ég telst vera hornamaður þá var ekkert annað í stöðunni en að ég leysti hann af sem ég gerði svo allan leikinn með örlítilli hvíld í seinni hálfleik. Ég hafði það af að skora tvö mörk og hafði til þess tvær tilraunir þannig að nýtingin í leiknum taldist vera 100% hjá mér. Auk þess átti ég einn varinn bolta. Því er óhætt að segja að ég hafi bara staðið mig framar björtustu vonum, það væri þó óskandi að liðinu í heild sinni hefði gengið eins vel. Við töpuðum semsagt með 19 marka mun, 36-17, í leik þar sem við áttum í rauninni aldrei nokkurn einasta möguleika. En ég stóð mig samt ágætlega, þrátt fyrir allt… 🙂

Í kvöld er svo fyrsta innifótboltaæfingin og á morgun er hinn margfrægi leikur FCK á móti United á Parken. Það er því óhætt að segja að vikan framundan sé spennandi! Trick or treat?!?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: