Systurnar, stórtap og Snjóvaktin

Er fyrst núna hættur að heyra suðið sem maður fær fyrir eyrun eftir að hafa hlustað á mikinn hávaða í langan tíma. Ástæðan fyrir þessu suði er sú að í gærkvöldi fórum við á tónleika með Snjóvaktinni (Snow Patrol á engilsaxnesku) í Vega. Stórskemmtilegir tónleikar þrátt fyrir að við hefðum nú ekki þekkt öll lögin (þekkjum þau bara núna) en fyrir þá sem ekki vita þá eiga þeir smelli á borð við Chasing Cars (ofurdramatíska lagið í lokaþætti annarrar seríu af Grey’s Anatomy) og Open Your Eyes (sem hefur örugglega heyrst einhvers staðar)…

En Sólveig er semsagt núna úti á Kastrup að gera sig klára til að fara í flug aftur til Íslands. Þar með er þessari stuttu heimsókn lokið í bili en hér eru nú samt sem áður hápunktarnir:

  • Fórum út að borða á ágætis wok stað á föstudagskvöldið. Fengum þessar fínu núðlur og steiktu hrísgrjón…
  • Sátum inni í leti allan sunnudaginn þar sem glápt var á sjónvarp, svaka stuð. Ég eldaði svo núðlusúpu ofan í skvísurnar og á eftir spiluðum við smá Trivial…
  • Systurnar fóru svo í bæinn bæði í dag og í gær í búðarröltsleik…
  • Fórum í mat til Sigríðar í gær fyrir tónleikana, prýðilegt…

Eins og sést á þessari upptalningu var þetta frekar rólegt en gaman engu að síður…

Á sunnudag áttum við í FC Ísland svo ‘stórleik’ gegn sterku liði B1901 Köbenhavn. Menn eru víst að tala um að þetta sé stærsta tap FC Íslands frá stofnun, á eftir að kanna það í sögubókunum en allavega er nokkuð ljóst að þetta var frekar lélegt (eiginlega svo lélegt að ég ætla ekki einu sinni að gefa upp stöðuna í leikslok)…

Auglýsingar

2 responses to “Systurnar, stórtap og Snjóvaktin”

  1. Sólveig Birna Júlíusdóttir says :

    Takk fyrir magnaða heimsókn 😀

  2. Jonathan Gerlach says :

    3-12?!?! Ég þurfti nú bara að fara á InfoSprot.dk til að fá þetta staðfest. Ég þakka bara fyrir að hafa verið í BNA á meðan þessi leikur fór fram!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: