Æ, ég aumingi…

Komst að því í gær (mér til mikillar skelfingar) að orðið Laddi þýðir víst aumingi og/eða kelling á latínu! Allavega ef miðað er við uppákomuna í gær. Kannski best að ég útskýri hver uppákoman var, en fyrst smá formáli. Sko, Þórunn er (eins og allir ættu að vita) að læra að verða læknir og læknar (eins og flestir vita) eru oft að vesenast eitthvað með sprautur. Þar með þarf Þórunn væntanlega að kunna til verka með sprautu og í þeim tilgangi hún einmitt með sér heim sprautusett til að æfa sig á, já, rétt hjá ykkur, mér…

Ég var að vísu ekkert áfjáður í að hleypa henni að mínum annars ágætu æðum með þessar sprautur sínar en þar sem ég styð hana auðvitað í náminu þá varð ég auðvitað að leyfa henni að æfa sig á mér því ekki getur hún æft sig á sjálfri sér (eða það held ég allavega ekki). Og þar sem hún er bara að stíga sín fyrstu skref í þessu þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði gert ráð fyrir og hún eitthvað að vesenast með þetta. Fyrir vikið spenntist ég allur upp og var alls ekkert kátur þegar hún stakk mig í handarbakið í fyrsta skiptið. Var bara helvíti vont meira að segja! En stungan mistókst víst eitthvað þannig að hún þurfti að stinga mig aftur og þá riðu ósköpin yfir. Ég fékk þvílíka ónotatilfinningu um allan kroppinn og fannst ég bara vera að líða útaf. Þegar hún svo sagði mér að önnur stungan hefði líka mistekist og hún þyrfti að reyna í þriðja sinn sagði ég bara hingað og ekki lengra og dró mig í hlé sem nálapúði. Ég þusti beint fram í eldhús og fékk mér appelsínusafa (því það er víst gert þegar fólk fær svona ónot og svima við blóðgjöf) og braggaðist allur við það. En eftir stendur semsagt að ég þoldi ekki nema að mjög takmörkuðu leyti þessar nálatilfæringar og verð því að stimpla sjálfan mig algjöran aumingja og kellingu hér eftir… 😦

En það voru ekki tóm leiðindi í gær! Sérstaklega fannst mér skemmtilegt þegar einhver sagði mér frá því að til væri drengur að nafni Tístran Blær í þjóðskránni íslensku! Hvar er Barnaverndarnefnd þegar svona er annars vegar? Tjah, eða mannanafnanefnd, á hún ekki að sjá til þess að svona vitleysa geti ekki átt sér stað??? Ég fór því rakleitt á síðu mannanafnanefndar til að athuga hvort það geti staðist að nafn eins og Tístran sé leyfilegt. Mér til mikillar furðu sá ég að ekki aðeins var það leyfilegt heldur einnig furðuleg nöfn á borð við Tandri, Tindri, Tímon, Tímoteus, Tóki (eins og hobbitaættin), Tristan, Trostan og svo uppáhaldið mitt, Trúmann (The Trúmann Show?!?). Og þetta var bara í T-inu og eingöngu karlmannsnöfn!!!

En þrátt fyrir það þá breytir það, að einhverjir eru svo óheppnir að bera svona furðuleg nöfn, því ekki á nokkurn hátt að, það sem eftir stendur eftir daginn í gær er að, ég er algjör kelling…

Auglýsingar

5 responses to “Æ, ég aumingi…”

 1. Þórunn says :

  Þú getur sannað karlmennsku þína um helgina…ég tók 2 sett með heim sem við getum æft okkur með um helgina…..og þá fæ ég þig kannski til að slaka á svo ég fái allavega að stinga í æðina en ekki bara í húðina 😉

  Knúsíknús……dr Þ

  Eru nokkrir sjálfboðaliðar annars….allir velkomnir í heimsókn og ég skal gefa ykkur natríumklórí í æð!!!

 2. JKB says :

  En þú ert nú heldur fljótur á þér að dæma sjálfan þig aumingja og kellingu. Það sem gerðist er nefnilega það að hún hefur bara stungið í taug og þess vegna hríslaðist þessi tilfinning um þig allan. Þetta hafði sumsé ekkert með kveifarskap og kellingarhátt að gera, heldur voru eðlileg viðbrögð við pyntingum, en soleiðis ku nú annars vera bannað. Þetta eiga nú öll tilraunadýr að vita. Hef raunar aldrei skilið fólk sem sjálfviljugt lætur gera svona við sig. En vonandi lifir þú af helgina.

 3. Sólveig Birna says :

  heyrðu tilviljun. ég þekki einmitt 2 stráka sem að heita Tandri

 4. Anonymous says :

  Hæ stubbur

  Ég er bara farin að halda að þessi sprautufóbía sé ættgeng. Þú ert alla vegna kominn í góðan hóp, litli frændi c“,)

  Kysstu Þórunni frá okkur.

 5. Anonymous says :

  Múhahahahahahahaha….Hún Þórunn ætti að taka litlu hjúkkufrænku til fyrirmyndir, stakk 2 vinkonur mínar og bólusetti mig sjálf og fann ekkert fyrir 😛 en það er nú kannski ekki það sama og að setja upp legg 😉 Gaman að heyra að þið skemmtið ykkur 🙂 Hafið það gott. PS. Þú átt eftir að fá sjokk þegar að ég skíri í framtíðinni 🙂
  Kv. Helga „frænkz“ Reynis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: