Bit, bit, bit og aftur bit!

Það kom auðvitað á daginn að æfingin í gær hefði frekari eftirköst en rýtingsstungur (sjá færslu frá í gær). Þar sem komið er fram á haust og við erum ennþá með æfingarnar á sama tíma og þær voru í sumar þá vill víst bregða við að þegar fer að síga að lokum æfingar þá erum við komnir í ljósaskiptin. Og hvað felur það í sér? Jú, auðvitað helvítis flugurnar sem þá fara á stjá! Ég er bókstaflega allur í bitum og bölva þessum andsk… vörgum fyrir allar þær þjáningar sem þær láta mig þola. Æ mig auman…

En það var svosem meira á döfinni í dag en vinna og klór því að Þórunn kíkti til mín niður á Vesterbrogade (í fyrsta skipti nota bene) til að kíkja á aðstöðuna. Að sjálfsögðu nýttum við tækifærið fyrst við vorum komin niður í bæ og fórum í Tívolí og fengum okkur pizzu og svo kakó og köku á eftir. Aldeilis flottræfilshátturinn á okkur hjónakornunum þessa dagana í Köben! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: