Helgarsamantekt

Viðburðarrík helgi svo ekki sé meira sagt! Byrjuðum á því að hitta Jonna, Erlu, Runa og Heiðrúnu niðri í bæ á föstudagseftirmiðdag og fengum okkur lunch saman. Það var að vísu hápunktur þessa dags því eftir það var haldið heim á leið og kvöldinu svo eytt fyrir framan sjónvarpið þar sem við gláptum á ‘Vild med dans’ (sem er btw uppáhaldsþátturinn hennar Þórunnar) og á eftir var svo skipt yfir á Emmy verðlaunaafhendinguna. Svaka fjör semsagt! 😀

Á laugardaginn var svo leikur í fótboltanum á móti Jydunum í FK Jyden (held að þeir séu frá Jótlandi og þaðan sé nafnið komið). Það reyndist vera hörkulið og buðu okkur upp á fína og góða mótspyrnu. Við höfðum að lokum sigur í leiknum 3-2 með mörkum frá Jóni Auðunni, Bjarna (sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FC Ísland) og svo setti Addi Braga sigurmarkið. Þau undur og stórmerki gerðust svo að ég fékk gult spjald (og þ.a.l. tíu mínútna brottvísun). Það sem er merkilegt við það ‘afrek’ er að þetta er í annað skipti á ferlinum sem ég fæ spjald í knattspyrnuleik. Það sem var kannski enn merkilegra var að samherjar mínir virtust ekki fatta hvað hafði gerst því að sennilega helmingur liðsins vissi ekki einu sinni af því eftirá! En það er svona þegar maður er prúðasti leikmaður í heimi og segir aldrei stakt orð við dómarann né mótherjana, þá er víst talið óhugsandi að maður geti fengið spjald eða tiltal hjá dómaranum… 😉

Eftir leikinn fórum við hjónin svo í Tívolí og fengum okkur kvöldmat á ítalska staðnum (sem þarfnast engra frekari skýringa við, þeir sem hafa komið í Tívolí vita hvaða stað ég á við).

Í gær komu svo Hanna Gunna, Ómar, Illa og Betti (sem voru í helgarferð) í brunch til okkar og á eftir var haldið á Shamrock til að sjá United tapa (verðskuldað) fyrir Arsenal.

Þannig að helgin bauð hreinlega upp á allt, sigra og töp, gleði og (enga) sorg, mat og drykk. Er hægt að hugsa sér það betra? 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: