Mættur á svæðið!

Jæja! Það er víst tímabært að taka þetta blogg úr löngu og góðu sumarfríi því við hjónin erum víst mætt aftur út til Köben þar sem við munum dvelja þangað til við förum aftur eitthvað af stað (sem verður einhvern tímann og einhvern tímann)…

Þó svo bloggið hafi verið í fríi (og ég líka að vísu) þá hefur maður aldeilis ekki setið aðgerðarlaus á meðan heldur gert eftirfarandi:

  • Unnið (auðvitað)
  • Farið í útilegu (í nýja tjaldvagni tengdó) í 1000 vindstigum á Akureyri
  • Farið í veiði með gamla settinu, Nonna móðurbróður og Gulla félaga þar sem kallinn landaði tveimur ‘smálöxum’ (töldu skitin 3 pund hvor)
  • Sá steindautt jafntefli Íslands og Spánar á Laugardalsvellinum
  • Upplifði kvöl og pínu allt að þrisvar sinnum í viku í stöðvaþjálfun í Laugum
  • Fór nokkrum sinnum í golf (með litlum árangri þó)
  • Fór í brúðkaup hjá Sólu og Ingó
  • Fór í ‘frægðarför’ með ‘stórliðinu’ Markaregni til Ísafjarðar og upplifði stærsta tap á knattspyrnusviðinu síðan í 5. flokk (11-12 ára fyrir þá sem ekki þekkja til), sannkallað markaregn, töpuðum 11-1
  • Slakaði á og gerði ekki neitt…

Þetta var semsagt í grófum dráttum ‘afrek’ sumarsins. En nú erum við sumsé kominn aftur út og búin að afreka að taka upp úr töskunum og ég fór meira að segja á fótboltaæfingu áðan!

En plan vikunnar er semsagt að klára sumarfríið (skólinn og vinnan byrja aftur á mánudag) og erum við þegar búin að panta okkur bílaleigubíl til að stússast í IKEA og ILVA á fimmtudag. Svo verður helgin bara í tekin í góðri afslöppun (eins og hinir dagarnir sennilega líka)… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: