Back in the I-C-E-land

Sigríður mágkona greip mig eiginlega í bólinu því ég hef víst ekki skrifað stakt orð hér inn síðan á miðvikudag í síðustu viku. Það er auðvitað sérdeilis lélegt og þarfnast klárlega breytingar til hins betra. Til þess að hafa þetta einfalt, þægilegt og fljótlegt þá ætla ég því að lista upp það sem hefur markvert gerst á þessum tíma. Njótið vel… 😉

 • Þórunn kláraði prófið sitt og var bara nokkuð ánægð með árangurinn (sem kemur þó ekki formlega í ljós fyrr en um mánaðarlok
 • Eyddum tveimur dögum í Köben í miklum rólegheitum og náðum meira að segja smá sól líka
 • Komumst klakklaust til Íslands þrátt fyrir hefðbundin leiðindi og tafir á Kastrup
 • Náðum að upplifa smá 17. júní stemmningu í miðbænum
 • Fórum í ansi skemmtilegt brúðkaup hjá Sólu og Ingó sem stóð langt fram á nótt með tilheyrandi dansi og gleði
 • Mætti í vinnuna ferskur og sprækur (og fyrstur) í gærmorgun þar sem ekkert hefur breyst
 • Við hjónin skokkuðum Álftaneshringinn (þeir sem til þekkja vita hvað ég á við, öðrum er væntanlega alveg mest sama)
 • Fórum í gær í sund (eða réttara sagt heita pottinn) í fyrsta sinn síðan á síðasta ári

Í kvöld er svo stefnan sett á einhvern pub eða heimahús og horfa á England vs. Svíþjóð með Gulla, vonandi detta Svíarnir út, það væri sérstaklega skemmtilegt… 😀

Auglýsingar

2 responses to “Back in the I-C-E-land”

 1. Sólveig says :

  Er heimkoma afsökun fyrir bloggleysi?

 2. Prumminn says :

  Ertu búinn að týna tölvunni þinni. Bara að spá 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: