Archive | 14. júní, 2006

Prófdagurinn mikli!

Þrátt fyrir þennan rosalega hita sem hefur riðið yfir landið undanfarna daga þá hefur lífið hér gengið sinn vanagang. Það þýðir líka að prófið hennar Þórunnar er í dag, í rauninni er hún í prófinu í þessum skrifuðu orðum. Heppilega hef ég ekki þurft að upplifa þau leiðindi sem fylgja því að þurfa að sitja inni á meðan veðrið er svona gott, límdur yfir skólabókum. En ég hef hinsvegar ekki sloppið við að heyra Þórunni kvarta yfir því… 😉

Eins og góðum eiginmanni sæmir þá vaknaði ég auðvitað með eiginkonunni í morgun klukkan hálf sjö. Og ekki nóg með það, ég nestaði hana upp fyrir prófið líka, smurði tvær beyglur og fann til drykkjarföng. Ef hún fellur á prófinu þá getur hún allavega ekki notað það sem afsökun að hafa verið vannærð! 😀

Prófinu lýkur formlega klukkan þrjú (ef ég þekki Þórunni rétt (sem ég tel mig gera) þá þýðir það að hún sé búinn hálf fjögur) og þá er planið að hitta hana á prófstað og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað það verður veit nú enginn því vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að það verður sennilega mjög gaman, já…