Íþróttaveisla í hitanum!

Það er óhætt að segja að ef það ætti að lýsa helginni í einu orði þá væri það ‘hiti’. Eiginlega væri það samt ekki nógu greinargóð lýsing þar sem það sem mér finnst vera MJÖG heitt finnst öðrum sennilega bara þægilegt. Ég er nefnilega einn af þeim sem þrífst ákaflega illa í miklum hita. Yfir helgina hefur hitinn í forsælu verið á milli 20-25 gráður og að auki glampandi sól þannig að í skugganum þrífst ég ágætlega, en í sólinni er ég bara í ruglinu…

Það var því erfitt verkefni sem beið okkur í fótboltanum í gær að þurfa að keppa í þessum mikla hita. Að vísu hefur hitinn víst sömu áhrif á bæði lið en það var að vísu ekki að sjá af gangi og úrslitum leiksins. Leikmenn Boldklubben Cito virtust vera töluvert vanari hitamollunni (og að auki klassa betri) og unnu auðveldan sigur 6-0 sem ku víst nokk vera stærsta tap FC Ísland frá því mælingar hófust. Gaman að vera hluti af svona sögulegri stundu… 😉

En ófarirnar á knattspyrnuvellinum virtust ekki spilla fyrir gleðinni í grillveislunni sem fylgdi í kjölfarið. Í boði var gríðarlegt magn af bjór og gosi og að auki svínalundir með fullt af meðlæti sem var grillað á íslenska vísu undir stjórn Baldvins yfirkokks. Runnu veitingarnar allar mjög ljúft niður og eftir átuna var haldið í festlokalið á Solbakken þar sem við sáum Argentínumenn vinna Fílana frá Fílabeinsströndinni. Þrátt fyrir háðulega útreið á knattspyrnuvellinum verður gærdagurinn að teljast með skemmtilegri dögum ársins, allavega hingað til… 😀

Í dag hefur svo tímanum verið eytt í smá vinnu í morgunsárið og svo gláp á fótbolta og handbolta auk stutts stopps í afmæli hjá Margréti Nótt. Sá Holland vinna Serbíu og Svartfjallaland og svo Ísland vinna Svíþjóð í handbolta (sem er alltaf skemmtilegt). Sá svo restina af leik Mexíkó og Írans og fyrir um fimm mínútum síðan byrjaði leikur Portúgals og Angóla. Verst að á morgun þurfi maður svo aftur að byrja að vinna, væri alveg til í meira íþróttagláp þá… 😉

Auglýsingar

One response to “Íþróttaveisla í hitanum!”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: