Niðurtalning og talnaleikur…

Að sjálfsögðu virkaði ekki blogger.com í gær þegar ég ætlaði að henda inn færslu þannig að ég þarf bara að reyna að bæta það upp í dag. Magnað með alla þessa tækni, hvað maður verður ‘fatlaður’ þegar hún svo virkar ekki… 😉

Í dag eru átta dagar þangað til við förum til Íslands! Það þýðir þá líka að það eru níu dagar í 17. júní (þeir sem eru duglegir að reikna geta þá fundið út nákvæma dagsetningu á heimkomu okkar hjónanna). Og það þýðir þá auðvitað líka að Þórunn sé að fara í próf eftir nákvæmlega sex daga. Annars tekur hún því bara með ótrúlegri ró að þessu sinni, hún er kannski eitthvað að sjóast í þessu öllu saman (vonandi)…

Það eru 81 dagur þangað til við hjónin förum út aftur (þ.e. eftir að við erum á annað borð komin til Íslands) sem þýðir þá jafnframt að við munum dvelja á Íslandi í 73 daga. Það eru jafnframt 44 dagar þangað til ég fer í langþráð sumarfrí og 88 dagar þangað til því lýkur svo aftur, sem gerir samtals 44 daga (helgar og frídagar meðtaldir) í langt og gott frí…

Og fyrst við erum að tala um tölur þá er kannski vert að geta þess að í dag eru nákvæmlega 200 dagar til jóla! Þannig að ef þið eruð ekki farin að hugsa um hvað á að gefa fólki í jólagjöf þá er kannski ekki seinna vænna. Það eru líka bara 135 dagar þangað til veturinn kemur aftur (skv. dagatali allavega) og eftir nákvæmlega 208 daga verður svo komið árið 2007…

En það sem er samt mikilvægast af þessu öllu saman er að á morgun (eftir daginn í dag = einn dag), þá byrjar HM í fótbolta… 😀

Auglýsingar

2 responses to “Niðurtalning og talnaleikur…”

  1. GiG says :

    Hvað er þá langt þangað til að við förum í golf?

  2. Anonymous says :

    Hvað segiru? Starfræðihennari?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: