Sunna hin hvíta

Vegna óbilandi leti þá hefur þetta (næstum því) daglega raus mitt fengið að sitja á hakanum undanfarna daga. Og eins og áður hefur komið fram þá bið ég bara engan afsökunar á því! Ef fólk hefur ekki þolinmæði í að bíða í nokkra daga þá getur það bara átt sig og hananú! 😀

En það er samt ekki svo að þessi tími sem liðinn er hafi verið stútfullur af engu, síður en svo. Við erum að tala um afmæliskvöldverð, bíóferð, kappleik í knattspyrnu ásamt nokkrum fleirum minna merkilegur viðburðum sem samt hafa náð að fylla þessa löngu helgi. En við byrjum á afmæliskvöldverðinum…

Við höfðum heyrt því fleygt að rétt við Strikið væri lítill og skemmtilegur indverskur veitingastaður (Bombay) sem byði upp á góðan mat og væri í þokkabót ódýr. Þar sem við trúum nú yfirleitt því sem okkur er sagt þá ákváðum við að skella okkur þangað á afmælinu hennar Þórunnar og ég hringdi fyrr um daginn og pantaði borð fyrir þrjá (Sigríður fékk að koma með). Þegar við komum svo á staðinn upp úr hálf átta þá er þetta ekki alveg eins og við höfðum búist við, þjónarnir sátu makindalega á nokkrum stólum og virtust hafa lítinn áhuga á komu okkur og tjáðu okkur með lítilli áherslu að við mættum setjast hvar sem væri. Við tókum svo fljótlega eftir þrennu. Í fyrsta lagi var engin tónlist í gangi sem þó getur verið kostur en var hinsvegar frekar leiðinlegt í ljósi þess að í öðru lagi var vifta beint fyrir ofan sætin okkar sem var á sama desíbelstyrk og meðal þotuhreyfill. Og í þriðja lagi sat einhver gæra á næsta borði og glápti á Þórunni stanslaust frá því við komum inn og settumst. Þegar Sigríður svo kom þá tókum við þá pólitísku ákvörðun að yfirgefa staðinn bara í hvelli og leita á önnur mið því þjónarnir höfðu ekki einu sinni nennt að taka við pöntun eða boðið okkur drykki á þessum tíu mínútum sem við þó vorum inni á staðnum. Ég gef því staðnum -2 stjörnur og heiti því að fara þangað aldrei aftur…

Á föstudagskvöldið skelltum við Jonni og Björgvin okkur í bíó á X-Men III, fínasti hasar og ágætis afþreying. Á laugardag var svo leikur í fótboltanum við meistara síðasta árs, B1901 København. Það er skemmst frá að segja að gott lið B1901 fór með sigur af hólmi 3-1 í leik þar sem FC Ísland náði aldrei að setja mark sitt almennilega á leikinn. Í stöðunni 2-1 gat allt gerst en B1901 slökkti allar vonir með því að skora þetta mikilvæga fjórða mark leiksins. Við verðum því bara að girða okkur í brók og klára það sem eftir er af leikjum tímabilsins með sigri.

Í gær var ekki gert neitt, góður dagur það…

Í dag koma svo pabbi og mamma í heimsókn og fara aftur annað kvöld. Ég geri því fastlega ráð fyrir ferð í Tívolí í kvöld og á morgun bæjarrápi með mömmu. Fínt að fá svona fjögurra daga helgi af og til… 😉

Auglýsingar

3 responses to “Sunna hin hvíta”

  1. Jonathan Gerlach says :

    alveg óþolandi þegar kjéllingarnar glápa svona á mann út í eitt. Aldrei friður ….

  2. Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir says :

    Algjörlega…þetta er náttúrulega bara óþolandi !! ;o)

  3. Anonymous says :

    This is very interesting site… » »

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: