Mánuföstudagur

Í dag er mánudagur. Það getur eiginlega ekki annað verið því að ég var sannfærður um það í allan gærdag að þá væri sunnudagur. Eiginlega synd og skömm þegar maður fær frí svona inni í miðri viku, þá ruglast innbyggða dagatalið alveg gjörsamlega og fyrir vikið er ég í engu föstudagsskapi í dag. Kannski ég nái að snúa þessu til baka á morgun, ef ekki þá þarf ég bara að búa til mitt eigið dagatal og lifa eftir því…

Miðvikudagurinn sem leit út fyrir að verða bara ansi venjulegur og leiðinlegur miðvikudagur átti sko aldeilis eftir að koma mér á óvart. Runi hafði samband við mig og Jonna fljótlega upp úr hádeginu og fór að preppa eitthvað karlakvöld því að: 1. daginn eftir var frí og 2. Jonni hafði þá nýlokið við að skutla Erlu og Guðjóni Inga út á Kastrup þar sem þau flugu til Íslands og verða framyfir helgi. Við stukkum að sjálfsögðu á þessa ráðagerð hans og bókuðum tíma í keilu klukkan 23:00 (já, það þarf víst að panta með góðum fyrirvara hér í Köben)…

Jonni hafði fengið lánaðan bílinn hjá Runa til að geta skutlað barni og buru um morguninn þannig að eftir vinnu keyrðum við heim til Runa þar sem Heiðrún bauð okkur í mat. Björgvin kíkti svo á okkur og við hentum okkur í smá fússball og rugl og svo í keilu á eftir. Náðum góðum tveimur tímum í keilunni þar sem við Jonni sáum um stigaskorið en Runi og Björgvin um drykkjuna! Við vorum svo ekki komnir til baka til Runa fyrr en rúmlega eitt þannig að úr varð að ég fengi bílinn hans lánaðan, skutlaði Jonna og Björgvini svo heim…

Ekki spillti fyrir að í gærmorgun (fimmtudag) var svo leikur hjá FC Ísland og mæting klukkan 9:30. Þar sem ég var á bílnum hans Runa þá var þetta AFSKAPLEGA þægilegt í þetta sinnið. Renndi af stað um kortér í níu, sótti Jonna og við félagarnir vorum svo mættir stundvíslega í leikinn. Leikurinn var nú ekki mikið fyrir augað en þar sem andstæðingarnir, Fælledens BK, eru sennilega með slakasta liðið í deildinni unnum við hann sannfærandi 5-1 og hefði sigurinn vel getað orðið stærri. Eftir leikinn skiluðum við bílnum aftur til Runa og ætluðum svo að fara að gera eitthvað saman (ég og Jonni þ.e.). En þreyta eftir leikinn og lítill svefn um nóttina gerði þær áætlanir að engu og við fórum bara hvor til síns heima og lögðum okkur. Ungur og hraustir drengir, o sei sei já… 😉

Auglýsingar

One response to “Mánuföstudagur”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: