Mótvindur

Þessa dagana er komið dæmigert vorveður hérna í Kaupmannahöfn. Vorveður er eins og allir þekkja blanda af sól, rigningu og roki og undanfarna daga hefur verið lang minnst af þessu fyrsta. En í dag er þó sól en það merkilega við svona vorveður er að það er aldrei bara eitt af framangreindu í einu, annað hvort tvennt af þrennu eða jafnvel allt í einu. Það er þó ekki rigning þessa stundina (gæti þó komið á hverri stundu) en það hlýtur að þýða að það sé vissulega rok…

Og það er þetta rok sem er svo pirrandi. Ekki af því að ég sé eitthvað viðkvæmur fyrir roki, ætti eiginlega að vera orðinn ónæmur eftir að hafa búið á Íslandi í 25 ár. Nei, málið er að þetta er ferlegt þegar ég er að hjóla í vinnuna! Ekki bara af því að það sé erfiðara (ekkert að því) heldur af því að það virðist vera alveg sama í hvaða átt maður er að hjóla, það er alltaf mótvindur!!! Þetta hlýtur að vera eitthvað sérdanskt fyrirbæri, þar sem vindur getur farið í allar áttir í einu. Kannski er þetta samsæri gegn mér og minni aumu tilraun til að hjóla í vinnuna. E.t.v. eru veðurguðirnir að refsa mér fyrir að reyna að spara mér tíma og fyrirhöfn og sleppa því að troðast í almenningssamgöngunum hér í borg. Kannski þeir séu á samning hjá strætó/lestunum/metró og fái borgað fyrir að stríða þessum vitleysingum sem kjósa heldur að nota hjólið til að komast til og frá vinnu/skóla/whatever. Ég er allavega ekki sáttur og mótmæli allur!

Auglýsingar

One response to “Mótvindur”

  1. Sigríður þjáningarsystir says :

    Ég var 17 mínútur í skólann í gær, vs. 5 mínútur venjulega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: