Júróvisjón

Jæja! Þá geta Íslendingar tekið til við að hneyklast enn eitt árið á þessu fyrirbæri er við Júróvisjón er kennt. Merkilegt hvað þessi þjóðbálkur sem býr á hjara veraldar virðist ekki læra að þegar stóru krakkarnir leika sér saman er ekkert pláss fyrir litla Ísland. Keppnin í ár snerist um það nákvæmlega sama og í fyrra. Ekki hver væri með besta lagið, besta söngin, bestu búningana (eða jafnvel klæðaminnstu) eða bestu sviðsframkomuna, heldur að eiga bestu nágrannana. Og hvaða nágranna á Ísland? Tjah, Færeyjar kannski…

En ég er hinsvegar gríðarlega stoltur af framlagi okkar til þessarar ‘keppni’ þetta árið. Viðundrið Sylvía Nótt stóð sig með stakri prýði (þó hefði ég viljað að hún léti F-orðið flakka) og gaf keppninni og öllum aðdáendum hennar ansi langt nef. Segja má að hún hafi hreinlega gefið skít í þessa keppni og flassað fingrinum í Evrópu með þessu fína innslagi sínu. Gullsturtan var alveg að gera sig! Svo vona ég að á næsta ári verði framlag okkar til þessarar vitleysu í stíl við framlag Ítala, þ.e. að taka bara ekki þátt og eyða skattfénu í eitthvað gáfulegra…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: