Snemmbúni fuglinn nær fyrsta orminum

Í gær var nú meiri dagurinn! Vaknaði eldsnemma og vann í eina tvo tíma áður en ég þurfti að halda af stað í leikinn við FC Jyden en fyrir þá sem ekki vita þá eru Jyder þeir sem koma frá Jótlandi. Það var mæting klukkan 10:30 og leikurinn byrjaði svo klukkan 11:45. Nokkrir voru frekar ‘þreyttir’ eftir átök laugardagsins en allir vel stemmdir, sérstaklega Liverpool menn sem mega vel við una að hafa náð enska bikarnum með stórglæsilegu jafntefli við West Ham. Magnað að ‘vinna’ bikar fyrir jafntefli, en svona er þetta víst bara. En aftur að leiknum…

FC Ísland stillti upp nánast óbreyttu liði frá því um síðustu helgi fyrir utan örlitlar breytingar þar sem það virðist aldrei hægt að hafa sama hópinn tvo leiki í röð. Vörnin var óbreytt og stóð sig með stakri prýði ef undan er skilið eina alvöru færi FC Jyden sem þeir nýttu afskaplega vel til að skora mark og komast yfir eftir um 15 mínútna leik. En FC Ísland gefst að sjálfsögðu aldrei upp og tókst að jafna um 3 mínútum síðar með skallamarki frá Jóni Auðunni þjálfara. Leikurinn var svo í járnum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks þar sem FC Ísland lék undan sterkum vindi sem liðið átti erfitt með að hemja boltann í. Hálfleikstölur voru því 1-1 sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins.

Mun betur gekk að hemja boltann í síðari hálfleik því það getur oft verið betra að sækja á móti vindi, þá neyðist liðið til að halda boltanum niðri og spila í fæturnar. En FC Jyden spiluðu fína vörn og eru sennilega með betri liðum sem FC Ísland hefur spilað við undanfarin ár. En að lokum rofaði til þegar Addi sendi hárnákvæma sendingu inn í teig eftir hornspyrnu beint á kollinn á Karfanum sem nýtti færið vel og kom FC Íslandi yfir 2-1. Eftir þetta lögðu FC Jyden allt kapp á að jafna en allt kom fyrir ekki og brutust út mikil fagnaðarlæti í herbúðum FC Ísland þegar dómarinn flautaði til leiksloka. 2-1 sigur á góðu liði FC Jyden staðreynd og FC Ísland loksins komið á beinu brautina í deildinni. Hauuuuuuuuuuuuu!

Eftir leikinn fór ég beint heim að vinna og vann linnulaust til að ganga ellefu þegar ég gafst upp. Vaknaði svo eldsnemma í morgun til að halda áfram og náði að klára það allra nauðsynlegasta í vinnunni áður en ‘Ísland’ fór á stjá. Ah, tímabelti, eases the pain…

Auglýsingar

2 responses to “Snemmbúni fuglinn nær fyrsta orminum”

  1. Jonathan Gerlach says :

    Þegar þú segir „óbreytt vörn“ þá áttu auðvitað við „breytt vörn“ þar sem Jonathan Gee aka. „hægri bakvörður dauðans“ var hvergi sjáanlegur á vellinum …

  2. Laddi says :

    Þegar ég segi ‘óbreytt’ vörn þá meina ég auðvitað vörnin sem byrjaði inná…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: