Í sól og sumaryl…

Það er víst ekkert lát á þessari dæmalausu blíðu sem nú ríður yfir Sjáland og þar með Kaupmannahöfn. Hitinn síðustu daga hefur verið um eða yfir 20 gráðurnar og þessi blíða á víst að vara fram á næstu helgi. Þórunn var einmitt að benda á eitt ansi merkilegt í þessu sambandi, það að Íslendingar eru með það fast í sér að þegar það kemur gott veður þá verði maður hreinlega að nýta það eins vel og mögulegt er þar sem það kemur nú ekki svo oft á Klakanum. En hérna úti á meginlandinu þá býr maður auðvitað við töluvert stöðugra veðurfar og verður þá væntanlega líka að aðlaga sig að því og reyna að sitja á rjúka ekki alltaf til og rembast við að reyna að sleikja hvern einasta sólargeisla sem skín á mann… 🙂

Fékk annars nett sjokk í gær þegar ég hélt að iPod-inn minn væri dauður. Sá hreinlega fram á opinbera útför á tímabili því að hann bara dó og neitaði alfarið að ‘lifna’ við aftur. Það var því ótrúlegur léttir þegar mér tókst að blása í hann nýju lífi eftir miklar tilfæringar í morgun. Magnað hvað maður verður háður því að nota þetta dót, allavega er töluvert skemmtilegra að hjóla heim úr vinnunni með eitthvað skemmtilegt í eyrunum… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: