Vah! Denuone Latine loquebar? Me ineptum. Interdum modo elabitur…

Var dálítið seint á ferðinni í morgun og af góðu tilefni! Við Jonni höfðum fengið fregnir af því að það ætti að opna nýja Apple verslun í Magasin klukkan tíu í morgun og þar sem við erum miklir áhugamenn um allt sem tengist Apple þá ákváðum við að sjálfsögðu að mæta á svæðið og kanna nýju verslunina. Ég mætti á Kongens Nytorv ca. fimm mínútum fyrir tíu og var eiginlega hálf gáttaður á því hversu fátt fólk stóð fyrir utan að bíða. Við nánari athugun kom í ljós að biðröðin var öll við einn hliðarinnganginn og náði næstum alla hliðina á þessu annars stóra húsi! Það má nú alltaf treysta því að það mæti múgur og margmenni þegar Apple opnar nýjar verslanir. Að vísu ætluðum við ekki að kaupa neitt en við getum hinsvegar sagt núna að við höfum verið viðstaddir opnun á tveimur Apple verslunum í Danmörku. Top that!

Annars var þetta frekar tíðindalítill dagur eftir það, bara vinna og svo æfing um sexleytið. Að vísu var þvílíka rjómablíðan í allan dag, komið sannkallað sumarveður hérna í Köben. Spurning hvort við Jonni hendum okkur ekki bara á ís í hádeginu á morgun ef fram heldur sem horfir (eins og veðurspáin gefur til kynna). Um að gera að kæla sig niður með einum vænum ís þegar hitinn er sem mestur! 😉

…og ég sem kann ekki einu sinni latínu!

Auglýsingar

3 responses to “Vah! Denuone Latine loquebar? Me ineptum. Interdum modo elabitur…”

 1. Sigríður mágkona says :

  MMMM…Ég tók einmitt einn ParadIs á þetta í dag. Peru og pistasíu kombó..Ekki amalegt, það! (Þurfti reyndar að bíða í kortérs röð fyrir ísinn góða, en það var þess virði 😉

 2. Sigríður aftur says :

  Parad-is..átti þetta víst frekar að vera….

 3. Sólveig says :

  jájá.. það á bara að nudda þessu í andlitið á manni!
  Þið eruð bara þarna úti í 18 stiga hita á meðan ég er heima í roki og rigningu að læra fyrri próf!!!
  Þetta er svindl

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: