Glötuð tækifæri :(

Magnað hvað það getur farið í taugarnar á manni þegar maður nær ekki að vinna leiki í fótboltanum! Vorum semsagt að keppa í gær við Karoline FC (já, heita kvenmannsnafni, veit ekki af hverju) og þrátt fyrir mýmörg tækifæri þá endaði leikurinn með 2-2 jafntefli, afar óverðskuldað. En svona er þetta víst, ef maður nýtir ekki tækifærin þá vinnur maður ekki leiki… 😦

Eftir leikinn fórum við nokkrir í liðinu á Shamrock (írskur pub rétt við Ráðhústorgið) til að horfa á Barcelona vs. AC Milan í seinni leik þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Engin mörk voru skoruð en þetta var samt hörku leikur sem lauk að endingu með ‘sigri’ Barcelona (unnu að vísu ekki leikinn en samanlagt úr tveimur leikjum) sem mæta því Arsenal í úrslitaleik 17. maí, Barcenal (eða Arselona innsk. Jonna) leikurinn, eins og ég kýs að kalla hann…

Metró tókst síðan að koma í veg fyrir að ég gæti tekið almenningssamgöngurnar í vinnuna. Ég ætlaði að vísu að taka strætó en þar sem metró var í ruglinu þá fylltust allir strætisvagnar og þegar vagninn kom að stoppistöðinni þar sem ég beið var hann svo troðinn að bílstjórinn opnaði ekki einu sinni hurðina heldur hleypti fólki bara út og keyrði svo áfram. Ég labbaði þá niður á metróstöð og sá að ekki nóg með að metró væri ekki í gangi (sem ég vissi ekki þá) þá var búið að loka stöðinni algjörlega, girðing og allt. Það eina sem mér datt í hug að gera var að labba aftur heim og grípa í fákinn og hjóla í vinnuna. 18 mínútum síðar var ég mættur við skrifborðið og var því sennilega mættur fyrr en ég hefði verið hefði ég tekið strætóinn til að byrja með, magnað… 😀

Auglýsingar

One response to “Glötuð tækifæri :(”

  1. Sólveig says :

    Bíddu hét handbolta liðið þitt ekki Guðrún? —> kvenmannsnafn

    flott blogg annars 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: