Það er komið sumar…

…sól í heiði skín o.s.frv. Að vísu skein sólin ekki fyrri part dagsins en tók svo við sér síðdegis og þegar ég fór á æfingu þá var komið þetta fína sumarveður. Í tilefni sumarkomu þá spilaði ég alla æfinguna á stuttbuxum og var barasta ekkert kalt, það er víst loksins farið að hlýna hérna í Danaveldi. Og okkur veitir svo sannarlega ekki af að æfa sem mest og stilla saman strengina þar sem fyrsti leikur tímabilsins er á sunnudaginn. En við komum að því síðar…

Gleymdi auðvitað í gær að segja frá því að við Jonni fórum einmitt í gær í fyrsta sinn á nýju skrifstofuna ‘okkar’. Það ágæta pláss er staðsett á Vesterbrogade 74, beint fyrir ofan Føtex verslun þannig að maður er eldfljótur að henda sér í búðina og kaupa sér eitthvað ef maður verður svangur. Þar sem það var íslenskur frídagur í dag þá var bara setið heima en við ætlum að henda okkur á morgun aftur og svo bara beint strik áfram í framhaldinu…

Kom heim áðan eftir æfinguna og þá sátu systurnar afskaplega einbeittar yfir hekli. Þórunn hafði semsagt boðið Sigríði í heimsókn í þeim tilgangi að kenna henni hina göfugu heklulist, það er ekki að spyrja að dugnaðinum í þessum skvísum! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: