Þriðjudagsgleymskan…

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá gleymdi ég alfarið að setja inn færslu í gær enda stóð það allan tímann til. En eitthvað skammhlaup hefur greinilega orðið í gráu sellunum því ég mundi að sjálfsögðu ekki eftir því fyrr en núna í morgun…

Ég ætlaði einmitt að segja frá því að á mánudag (annan í páskum) þá ákváðum við hjónin að bjóða mágkonunni með okkur í pizzu. Hafði frétt að það væri sérdeilis góður staður í Grønnegade sem við yrðum bara að prófa. Við klæddum okkur því upp (bara casual samt) og ég meira að segja henti smá steinsteypu í hárið til að skorða það af, hentum okkur í Metró og hittum Sigríði á Kongens Nytorv. Staðurinn sem við ætluðum á, La Vecchia Signora (eins og hann heitir víst) er þar rétt hjá þannig að þetta átti bara að vera stuttur göngutúr og átveisla í framhaldi af því. Áætlunin gekk víst ekki alveg upp…

Þegar við komum á Kongens Nytorv er farið að þykkna töluvert upp (Þórunn hafði einmitt nefnt að taka með regnhlíf en við slepptum því af einhverri ástæðu) og þegar við höldum af stað þessa stuttu vegalengd byrjar að dropa. Droparnir verða fljótlega stærri og þéttari og áður en við vitum af er kominn hellidemba, bara eins og hellt sé úr fötu! En heppilega var staðurinn nálægt þannig að við áttum öruggt skjól framundan, eða það héldum við allavega. Þegar á staðinn er komið þá kemur í ljós að þessir kaþólsku ítalir sem reka hann líta greinilega svo á að annar í páskum sé frídagur og staðurinn því lokaður! Hellidemba úti og ekkert skjól að fá. Við örkuðum því af stað í rigningunni í áttina að Nörreport (drjúgur spotti) og fundum þar annan ítalskan stað, holdvot og köld að beini (og fína greiðslan mín að sjálfsögðu ónýt). En þar var tekið hlýlega á móti okkur og við sátum þar í góðu yfirlæti (vorum nánast ein á staðnum) í á þriðja tíma…

Lexía (mánu)dagsins: Athuga fyrst hvort það sé opið, svo fara af stað… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: