Lambalæri og páskaegg

Ákvað að taka mér ‘páskafrí’ í færslunum, eða, eins og það er kallar, ég nennti því ekki. Betra að taka bara eina svona heildarfærslu eftir páskana í heild sinni, óþarfi að dreifa litlu á marga daga…

Eins og við var að búast var maturinn hjá Stefáni og Sóleyju (og Margréti Nótt) ákaflega góður og ekki spillti fyrir að þau buðu okkur uppá franska súkkulaðiköku í eftirrétt, nokkuð ljóst að maður grennist nú ekki eftir hana. Gripum svo í Popppunkt þar sem við Stefán, eða ‘Stuðmenn’ eins og ég kýs að kalla liðið okkar, höfðum að lokum sigur á ‘Grýlunum’ sem höfðu leitt keppnina lengstum framan af. En sigurinn var engu að síður verðskuldaður, hefði verið rugl að tapa, sérstaklega eftir að hafa svarað vísbendingaspurningu um ZZ Top!

Við vöknuðum svo snemma á laugardaginn og hentum okkur í búðina til að klára af páskainnkaupin. Við höfðum ákveðið fyrir löngu að laugardagurinn yrði ‘Laddi and Þórunn’s Day of Fun’ og við það var staðið og vel það. Byrjuðum á því að henda okkur smá rúnt um Frederiksberg Have og löbbuðum svo þaðan niður í bæ og alla leið niður á Kongens Nytorv. Fengum okkur þar brunch í sólinni með hinum ‘sólsleikjunum’, klúbbsamlokan rann afskaplega ljúft niður. Þrömmuðum svo til baka upp á Ráðhústorg og hentum okkur á Tycho Brahe safnið og sáum þar 3D IMAX mynd um einhverjar pöddur. Var svosem allt í lagi en samt engan veginn peningana virði. Hentum okkur svo eftir myndina í Tívolí og fengum okkur að borða á glænýjum japönskum stað þar. Komum svo heim rúmlega 10 tímum eftir að við lögðum af stað, gleðidagurinn var því svo sannarlega vel heppnaður…

Þórunn vaknaði svo fyrir allar aldir í gær og ætlaði að henda sér í lærdóm. Hún entist sennilega svona hálftíma áður en hún ‘gafst upp’ og dró mig af stað út að skokka (sem ég nennti nú alls ekki en gerði þó). Skokkuðum niður að sjó og út á nýja strandgarðinn sem er aldeilis orðinn flottur. Endaði með að vera bara helvíti nettur skokktúr og fín brennsla fyrir páskaeggin sem biðu eftir okkur heima.

Þegar heim var komið bjó ég til tvo eftirrétti fyrir páskamáltíðina sem við höfðum boðið Sigríði, Stefán og Sóleyju (og Margréti Nótt) í um kvöldið. Henti í ananasfrómas og í súkkulaðibitaköku dauðans, við hjónin höfðum semsagt ákveðið að skipta með okkur verkum í þessu, ég sæi um eftirréttinn en hún um aðalréttinn. Um hálf fimm fór svo lambalærið inn í ofninn og fékk að malla þar til sex þegar gestirnir komu. Skemmst er frá að segja að maturinn var gríðarlegur hittari og rann vel niður og eftirréttirnir svo í kjölfarið. Stefán og Sóley fóru heim fljótlega upp úr níu með þá stuttu og við hin settumst fyrir framan sjónvarpið þar sem ég sofnaði yfir einhverjum leiðinlegum slúðurþætti. Á skalanum einn til tíu gef ég þessum páskasunnudegi níu komma fimm á ánægjuleikaskalanum, vel heppnaður í alla staði…

Það eina ‘neikvæða’ er þó að við eigum ennþá eftir tvö heil páskaegg sem maður neyðist til að borða fyrr en síðar… 😉

Auglýsingar

One response to “Lambalæri og páskaegg”

  1. Sigríður mágkona says :

    Jah, ef ykkur vantar hjálp með pásakeggin…..*hóst*

    Ekki það að ég hafi ekki fengið minn ársskammt af slíku lostdæti í gær, að ekki sé minnst á hinn gríðargóða frómas..og kökuna..og lærið..og ORA baunirnar…og bara allt heila klabbið…
    úff..ætti kannski bara að fá mér gulrót….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: