Vorhret á glugga

Dettur helst í hug kvæðið eftir Halldór Laxness núna um maístjörnuna, ekki af því ég er svo mikill kommúnisti eða eitthvað álíka heldur vegna þess að rigningin (og jafnvel haglél) er þessa stundina að berja á gluggana hjá okkur. Svo sannarlega vorhret ef það er til einhver lýsing á því á annað borð. Það er varla að maður nenni nokkrum hlut þegar veðrið er svona fúlt, sem er einmitt það sama og ég hef verið að gera í allan dag… 😉

Eins og ég sagði frá í gær þá komu Jonni og Erla hérna í gærkvöldi með Guðjón Inga í farteskinu (já, og Sigríður kom líka). Hann var víst eitthvað pínu feiminn fyrst eftir að þau komu en var fljótur að gleyma því og tók upp sína vanalegu hegðun, okkur öllum til mikillar ánægju og gleði (er að meina þetta sko). Ótrúlega gaman af þessu litla pjakk, var meira að segja að hjálpa mér við að raða í geisladiskahilluna (ekki í stafrófsröð þó, sveiattan). Eftir að þau voru farin horfðum við svo á Dýrlinginn með Val Kilmer og Elisabeth Shue, dýrlingurinn klikkar nú sjaldan…

Þórunn er svo búinn að sitja sveitt í allan dag við að skrifa B.S. ritgerðina sína sem hún er víst að leggja lokahönd á þessa dagana. Á meðan dúndraði ég í þvottavél og hef setið við tölvuna að slæpast í allan dag. Í kvöld ætlum við svo að gera okkur dagamun og kíkja í bæinn og fá okkur eitthvað í gogginn, spurning hvort veðrið komi í veg fyrir það samt. Nú annars verðum við bara heima og kíkjum á American Idol og kannski einn eða tvo Friends þætti, svona til tilbreytingar… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: