Hælasár

Í annað sinn á þessu ári hefur mér tekist að klikka á því að gera jafn einfaldan hlut og að taka lest/metró/strætó. Var semsagt á leiðinni á æfingu í gær og var dálítið seinn fyrir. Kem á Nørreport með metró og sé á tímatöflunni að það eru 2 mínútur í lestina sem ég þarf að taka áfram til Åmarken. Hleyp því upp á pall og sé þá að á sporinu stendur lestin og bíður eftir mér. Stekk upp í hana og tek upp símann og hringdi í Jonna sem hafði einmitt ætlað að hitta mig í lestinni (eða öllu heldur á Nørreport), sigri hrósandi yfir að hafa rétt náð lestinni…

Um leið og Jonni svarar þá fatta ég að það er eitthvað einkennilegt í gangi því lestin var farin af stað en samt heyrði ég í símanum hljóðið sem heyrist þegar hurð er að fara að lokast sem hurðin í lestinni minni var löngu búin að gera. Jonni tjáir mér að hann hafi verið að stíga upp í lestina og ég lít því á töfluna sem sýnir næstu stöðvar. Sjónin sem blasti við mér var ekki skemmtileg, ég hafði nefnilega farið upp í rétta lest en í vitlausa átt! Og þar sem þetta var S-tog þá þýddi það í rauninni að ég þyrfti að bíða í 20 mínútur eftir næstu lest. Fyrir vikið kom ég 15 mínútum of seint á æfingu í staðinn fyrir að koma á réttum tíma. Súrt en kennir manni kannski þá lexíu að vera tímanlega í því þegar maður er að nota almenningssamgöngurnar hérna í Köben! 😀

Æfingin var annars stórskemmtileg, blautt gras og mikill hraði. Eina var að ég var að prófa nýju skóna í fyrsta sinn og fyrir vikið voru þeir dálítið stífir. Og auðvitað fékk ég hælsæri af þeim (ekki samt hælsæri því nuddið varð aðeins ofar, á hásininni) og þarf því að redda mér second-skin plástri fyrir næstu æfingu. En annars voru skórnir að virka mjög vel, góð kaup í þessu…

Auglýsingar

One response to “Hælasár”

  1. Jonathan Gerlach says :

    ninkompoof!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: