Post wedding

Vaknaði frekar seint í morgun og hef verið að vinna síðan. Fórum seint að sofa í gær þannig að hvíldin var kærkomin. Vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega tvö þannig að þetta voru fínir átta tímar sem ég náði í svefn, dugar ekkert minna, sérstaklega ekki á sunnudegi… 😉

Vorum semsagt í brúðkaupi í gær hjá Hönnu Gunnu og Ómari. Ég fór að vísu fyrr um daginn að keppa í handbolta, það var ekki för til frægðar. Töpuðum með einu marki í leik þar sem ég gerði nákvæmlega ekki neitt, ekkert mark, ekkert færi, engar brottvísanir. Eigum leik á þriðjudaginn sem sker úr um hvort við komumst í annan leik á sunnudag. Ef báðir leikir vinnast þá förum við upp um deild, annars verðum við áfram í deildinni sem við erum í núna. Kemur bara í ljós hvernig þetta fer…

En aftur að brúðkaupinu. Mættum rétt fyrir fimm í St. Pauls Kirke þar sem vígslan fór fram. Brúðurinn mætti stundvíslega og allt fór eins og það átti að fara, báðir aðilar tóku að eiga hinn og allir voða sáttir. Verst að það heyrðist lítið sem ekkert í prestinum en hann var örugglega ekki að segja neitt merkilegt hvort eð er. Eftir vígsluna var rúta til reiðu að flytja gestina upp í Hellerup þar sem veisla var haldin.

Veislan var bara helvíti fín og mikið étið og drukkið. Kakan var sérstaklega góð og sé ég mest eftir því að hafa ekki fengið mér aðra sneið en ég var bara of saddur til þess. Fullt af fínum skemmtiatriðum og þar fór fremst í flokki Þórunn ásamt saumaklúbbnum þar sem þær tróðu upp með söngatriði og tóku smá Sylvíu Nótt með ‘aðlöguðum’ texta sem hæfði tilefninu. Slógu rækilega í gegn og eru menn þegar farnir að tala um plötuútgáfu og túr um Færeyjar.

Eftir dans og gleði þá skutlaði ég brúðhjónunum á hótel á bílnum þeirra og keyrði svo á honum heim. Það gekk ótrúlega vel, villtumst ekkert á leiðinni. Bara nokkuð gaman að keyra bíl aftur eftir smá hvíld. Hanna Gunna og Ómar komu svo áðan að sækja bílinn og voru mjög hress með gærdaginn, brostu allavega hringinn þegar þau komu… 😀

Þarf svo að klára verkefni fyrir morgundaginn þannig að ég sé fram á langan vinnudag, jafnvel fram á nótt, læt vita á morgun hvernig það fer. Þangað til þá, peace out!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: