Og enn er ekkert að gerast…

Miðvikudagur (í gær semsagt). Vaknaði, fór á fætur, vann, át, fór aftur að sofa. Dagur búinn
Fimmtudagur. Vaknaði, fór á fætur, er að byrja að vinna…

Sjáið þið eitthvað mynstur í þessu? Ef ekki væri fyrir fótboltann og handboltann þá væri sennilega hægt að setja lýsingu á minni aumu ævi í eina línu. Hversu sorglegt er það nú?!? Heppilega er ég ekki sá eini og í sumum tilvikum má jafnvel segja að ég lifi spennandi og fjölbreyttu lífi samanborið við aðra. En samt sem áður, ekkert allt of spennandi. Þess vegna er það afskaplega heppilegt að í dag/kvöld skuli vera æfing í bæði fótboltanum og handboltanum! 😀

Ég er einn af þeim sem fær æði fyrir ákveðnum hlutum í x langan tíma. Í dag eru það appelsínur, fæ bara ekki nóg af appelsínum! Er búinn að borða þau í kílóavís undanfarna daga. Kaupum 6-10 stykki og það klárast yfirleitt á 24-36 tímum, jafnvel fyrr (Þórunni til mikillar armæðu). Spurning hvað verður svo næsta æði hjá mér, get allavega lofað því að það verða ekki sveppir, hnetur, rúsínur eða ólífur… 😉

Annað sem ég er svakalega hrifinn af (og gerir mig töluvert gay fyrir vikið) er Extreme Makeover: Home Edition! Er eiginlega ‘my secret hobby’ að horfa á þennan þátt (ekki kannski voðalegt leyndarmál lengur samt). Eitthvað við þetta sem heillar mig. Kannski það að þau (fólkið sem eru með þáttinn) ná alltaf að byggja geðveikt flott hús á ótrúlega skömmum tíma (7 dögum) eða það að alltaf skuli þau finna fólk sem þarf virkilega á því að halda. Ég er kannski bara svona mikill sucker fyrir drama og gráti (sem er nóg af í þessum þáttum (og gerir mig jafnvel enn meira gay fyrir vikið))… 😀

Auglýsingar

One response to “Og enn er ekkert að gerast…”

  1. Jonathan Gerlach says :

    pretty gay dude …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: