Enn um ekkert

Fékk glaðning í póstinum í gær! Alltaf gaman að fá glaðning en þessi var sérstaklega gleðilegur því þetta var svokallað ActivCard frá BG Bank (okkar banki) sem gerir mér loksins mögulegt að komast í netbankann á tölvunni minni. Hef hingað til þurft að nota gömlu beygluna hennar Þórunnar (sem er PC vél btw) með tilheyrandi pirringi og bið. Núna get ég semsagt loksins farið að millifæra hægri vinstri út um alla borg á minni eigin vél! Kominn tími til, segi ég… 😉

Við hjónin hentum okkur í samstarfsverkefnið ‘Kvöldmatur’ í gær með tilheyrandi góðum árangri. Verkefnið að þessu sinni fólst í því að breyta hráefnum í lasagna. Hráefnin voru ekki af verri endanum og í ‘boði’ SuperBrugsen. Vegna mikillar og góðrar framleiðslu verður ekkert samstarfsverkefni í kvöld því afrakstur gærkvöldsins nægir fyllilega auk þess sem við ætlum að fá Sigríði mágkonu til að hjálpa okkur að klára það sem eftir er…

Hef lengi verið að velta því fyrir mér hvað hljómsveitin Hjálmar heitir í raun og veru. Heitir hún Hjálmar (et.) eða heitir hún Hjálmar (ft.)?!? Ekki að þetta skipti einhverju máli en getur þó gert það ef þeir hyggja á landvinning erlendis. Þá myndi hún annað hvort heita Helmet eða Helmets á ensku en gæti heitið því fína nafni Helmut á þýsku sem væri stórskemmtilegt (læt fleirtöluna á þýsku eiga sig)…

Æfing á eftir (klukkan fjögur), tæklað við nára. Ef ekki a.m.k. einn fer á slysó þá tel ég þetta slappa æfingu…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: