Platbrúðkaup?!?

Var að frétta það að brúðkaup okkar ‘hjónanna’ síðasta sumar hafi ekki átt sér stað í raun og veru. Allavega ekki ef miðað er við Ríkisskattstjóra og skattframtölin hans. Fór inn á framtalið mitt áðan og fékk upp að ég væri með fjölskyldumerkinguna 1+0+0 sem þýðir basically að ég sé einhleypur og barnlaus. Þó ég viðurkenni fúslega að ég sé barnlaus þá er bara nett rugl að ég sé einhleypur. En þeir segja þarna að þetta séu upplýsingar frá þjóðskrá frá því 1. desember 2005 og varla fara þeir nú að ljúga þessu… 😉

Ætlaði auðvitað að hringja og kvarta yfir þessari vitleysu blessaðs Ríkisskattstjóra og láta kallinn kippa þessu í liðinn fyrir mig en nei, nei, mátti dúsa í símanum í um tuttugu mínútur til þess eins að láta segja mér að hringja í annað númer. Og þegar ég var búinn að bíða í aðrar tuttugu mínútur þar þá gafst ég upp. Ríkisskattstjóri fær því smá gálgafrest í bili…

Eftir stendur semsagt að ég er einhleypur (og Þórunn þá væntanlega líka). Samt erum við með pappíra sem staðfesta ráðahaginn. Greinilegt að sá pappír er ekki mikils virði… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: