Sólardagur

Þá er helgin víst yfirstaðin (eða því sem næst) og ný vinnuvika tekur við í fyrramálið. Að vísu var ég bara nokkuð duglegur að vinna um helgina þannig að vonandi verður ‘vinnuvikan’ auðveldari fyrir vikið. En ef eitthvað er hægt að læra af reynslu fyrri vikna þá er það borin von…

Þetta var helvíti fín helgi í flesta staði, ef frá er skilinn æfingaleikurinn í fótboltanum á föstudagskvöld (sem ég ætla aldrei að minnast á aftur eftir þetta). Handboltaleikurinn í gær var stórskemmtilegur og endaði með mjög sannfærandi (en þó síst of stórum) sigri IF Guðrúnar, 32-22. Laddi hornamaður var með 50% nýtingu í skotum sínum og setti eitt kvikindi auk þess að fiska víti og láta reka sig útaf í tvær mínútur. Allt afskaplega skemmtilegt! 😀

Fór eftir leikinn á Shamrock og hitti drengina í fótboltaliðinu og horfði með þeim á United vinna W.B.A. 1-2 í fínum leik. Eftir leikinn var haldið beint til Stefáns, Sóleyjar og Margrétar Nætur/Nóttar og étinn tandoori kjúklingur með heimagerðu nan brauði og svo súkkulaðikaka í eftirrétt, allt voða gott og girnilegt.

Við hjónin ákváðum svo að hætta snemma að læra/vinna í dag og fórum út að borða á litla ítalska staðnum ‘okkar’ og fórum svo í bíó að sjá Matthew „Mahogany“ og Söruh Jessicu „Sex and the City“ Parker í rómantísku gamanmyndinni Så flyt dog, eins og hún heitir á ástkæru ylhýru dönskunni. Engin stórmynd en ágætis afþreying, allavega alltaf jafn gaman af Mahogany-inu… 😉

Og til að kóróna alla gleðina um helgina þá vann Fulham 1-0 sigur á Chelsea fyrr í dag (Liverpool vann þó, en þeir geta samt ekki neitt). Ain’t life grand?! 😀

Auglýsingar

2 responses to “Sólardagur”

  1. Mágkonan ógurlega, fröken S eldri says :

    Úúú. hvar er þessi rómantíski ítalski staður? (svo ég geti nú örugglega njósnað um ykkur næst, hihi)

  2. Sólveig. Eða fröken s yngri says :

    duglegur duglegur.. bara mörg blogg í röð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: