Bikarmeistari!!!

Sjibbí!!! Að hugsa sér að ég skuli hafa verið að kvarta í gær yfir því að missa af fótboltaæfingu og af leikjunum í Meistaradeildinni! Í staðinn fékk ég að spila handbolta með Guðrúnu og vinna bikarmeistaratitil. Eftirá að hyggja var það eiginlega bara miklu skemmtilegra!

Þetta var sérstaklega gaman í ljósi þess að mér tókst að skora tvö mörk og fiska víti á lokamínútunum og leggja þar með mitt af mörkum til að landa sigrinum. Það mætti jafnvel segja að ég hafi ráðið úrslitum í leiknum (svona óbeint) en ég get auðvitað ekki sannað það á nokkurn hátt. Þið verðið þá bara að taka mig trúanlegan… 😉

Og í þokkabót féll Chelsea úr keppni í Meistaradeildinni og hryggir það mig afskaplega lítið, sérstaklega þar sem ég hef alltaf verið dyggur Barcelona aðdáandi (á meira að segja búning). Svo vona ég bara að Liverpool sýni sömu ‘færni’ fyrir framan mark andstæðinganna í dag og þeir hafa sýnt undanfarna leiki og detti þar með líka út. Þá er vikan algjörlega fullkomnuð!

Auglýsingar

2 responses to “Bikarmeistari!!!”

  1. Jonathan Gerlach says :

    ætli sé einhverstaðar sagt jafn mikið „ég“ og á þessari bloggsíðu?

    Ég taldi heil 6. stk. bara í síðustu færslu (og er þar ekki talið með mér, mitt og mig;)).

  2. Laddi says :

    Ég biðst innilega afsökunar á því að ég skuli dirfast að fjalla um sjálfan mig á mínu eigin bloggi. How stupid of me! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: