The agony of choice…

Var farinn að undirbúa mig sálfræðilega undir svaðalega fótboltaæfingu núna seinnipartinn þegar ég fékk SMS frá Hauki handboltaþjálfara. Hann var víst svo hrifinn af frammistöðu minni um helgina að hann bara varð að fá mig til að vera með í leik í kvöld (sem er að vísu úrslitaleikur í bikarkeppninni). Og þar sem ég er skáti mikill og ‘ávallt viðbúinn’ þá skoraðist ég að sjálfsögðu ekki undan þessu kalli hans og því verð ég að setja knattspyrnuiðkun á ís fram að næstu æfingu og fara að undirbúa mig undir handboltann.

Að vísu er kannski rétt að það komi fram að það eru þrír meiddir síðan í leiknum á sunnudaginn þannig að ég er meira svona uppfylliefni í liðið heldur en máttarstólpi. En það er samt alltaf fínt upp á sjálfstraustið að vita að maður geti gert eitthvað gagn, get t.d. fyllt á brúsana og klappað þegar við skorum og svona… 😉

Annars er þessi leikur á versta tíma því að þetta þýðir að ég missi af stórum hluta af Barcelona vs. Chelsea í Meistaradeildinni. Þetta gæti orðið afskaplega skemmtileg vika, United fann Wigan afar óverðskuldað í gær í uppbótartíma (og gleðst ég að sjálfsögðu yfir því) og svo gætu bæði Liverpool og Chelsea dottið út úr Meistaradeildinni (og ég verð síðasti maðurinn til að gráta það). Ætla, aldrei þessu vant, svo að halda með Arsenal á móti Real Madrid, það styðja víst allir Davíð í viðureign hans við Golíat…

Auglýsingar

3 responses to “The agony of choice…”

  1. GiG says :

    Golíat? Þessar Madríd stjörunur eru bara komnar á síðasta söludaga. Ekkert nema egóin … selja þetta allt saman ef það fæst þá eitthvað fyrir þessa kalla …. áfram Arsenal, aldrei þessu vant!

  2. Laddi says :

    Þegar ég segi Davíð vs. Golíat þá er ég eingöngu að miða við stærðina á heimavöllum klúbbana… 😉

  3. Jonathan Gerlach says :

    þú ert Arsenal maður inn við beinið. Þið báðir. Viðurkennið það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: