Dunuone Latine loquebar?

Verð að byrja á því að viðurkenna að ég eiginlega gleymdi að henda inn færslu í gær. Ekki það að ég hafi verið svona rosalega upptekinn við eitthvað annað, ætlaði bara alltaf að gera það aðeins seinna og að lokum er aðeins seinna orðið í dag. Skiptir í sjálfu sér ekki nokkru einasta máli, ekki eins og ég hafi frá rosalega miklu að segja hvort eð er… 😉

Fengum Vilborgu, Sóley og Margréti Nótt í kaffi hérna á laugardaginn. Þar sem við hjónin erum ákaflega góðir gestgjafar þá tókum við okkur til og bökuðum, Þórunn bakaði bollur en ég bakaði súkkulaðibitaköku. Afganginn (af kökunni þ.e.) tókum við svo með til Runa og Heiðrúnar sem hringdu og buðu okkur í pizzu með stuttum fyrirvara. Var eiginlega ágætt því við nenntum ekki að standa í eldamennsku. Runi er líka nokkuð nettur pizzabakari þannig að þetta var win-win fyrir alla hlutaðeigandi. Horfðum svo á American Idol með þeim og skemmtum okkur stórvel yfir Randy, Paulu, Simon og heimsku tvíburunum (þeir sem eru að horfa á season 5 vita um hverja ég er að tala)…

Fór í gær að horfa á leik í handboltanum. Haukur handboltaþjálfari sagði mér að taka með mér dót til öryggis en ég gerði nú bara ráð fyrir að geta horft á þetta úr áhorfendastúkunni. En þegar til taks kom þá var Gummi línumaður eitthvað slappur (hafði víst eytt nóttinni í að taka út lestarkerfið í Kaupmannahöfn, sofandi…) þannig að ég vippaði mér bara í búning og hljóp í skarðið. Hefði svo sannarlega óskað að geta sagt frá því að ég hafi verið hetjan og skorað sigurmarkið og bla bla bla en það var víst ekki svo gott. Þetta endaði með stóru og miklu tapi fyrir frísku Gribben liði sem tók Guðrúnarmenn hreinlega í bakaríið í þessum leik. Get þó allavega sagt að ég hafi ekki verið versti maður vallarins…

Og þar sem veðrið er manni gríðarlega hugleikið þessa dagana þá fannst mér við hæfi að henda mynd af ‘veðrinu’ eins og það er núna. Glöggir sjá að fyrir neðan er svo veðurhorfur næstu daga. Framundan er semsagt frost og meiri snjókoma. Hvar var þetta veður um jólin þegar ég bað um það?!?!?

Auglýsingar

One response to “Dunuone Latine loquebar?”

  1. Sigríður mágkona says :

    Nei, ég kom sko ekkert í kaffi á laugardaginn. Ég kom bara til að vaska upp…sniffsniff. en ps. hvað er málið með veðrið þarna á dashboardinu. Mitt er í algeru fokki..?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: