Eins og ég sagði frá í gær þá hefur snjóað nokkuð grimmt hérna undanfarið og það var ekkert lát á því í gær heldur. Þegar verst var þá sást varla á milli húsa, ofankoman var svo mikil. En í gærkvöldi létti til og nú er bara þetta fína skíðaveður (verst að maður kemst ekki á skíði hérna). En það er samt sem áður allt á kafi í snjó og ‘snjómokstursmennirnir’ eiga í mesta basli með að hreinsa til allar götur og gangstéttar.

Klukkan fjögur í gær var búið að ráðgera að hafa æfingu í fótboltanum en rétt fyrir klukkan þrjú sendi Jón Auðunn þjálfari út tilkynningu um að æfingunni væri aflýst vegna veðurs. Það var einmitt þá sem ofankoman var sem mest. Eiginlega synd, var farinn að hlakka gríðarlega til að komast í smá snjótbolta með strákunum. Allavega auðveld að henda sér í skriðtæklingar í snjónum! Við hjónin hentum okkur þá bara í staðinn í ræktina þar sem við lyftum og púluðum eins og við fengjum borgað fyrir (fór líka í morgun en það er önnur saga (sem verður ekki tíunduð frekar))… 😉

Vegna þessa mikla fannfergis þá upplifði ég í gær í fyrsta skipti hvernig það er að hjóla í snjó og fljúgandi hálku. Heppilega er maður á vel útbúnu fjallahjóli þannig að þetta var svosem hið besta mál en hinsvegar var bremsuvegalengdin í allra lengsta lagi. Sem betur fer var engin umferð þegar við fórum af stað. Ragnhildur og Bruno höfðu boðið okkur í kvöldmat og þar sem við nenntum ekki að labba þá ákváðum við bara að hjóla. Þegar maður hugsar út í það var þetta samt frekar undarleg ákvörðun. Ef maður nennir ekki að labba, af hverju ætti maður þá að nenna að hjóla?!?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: