Það er farið að verða verra, ferðaveðrið hérna syðra…

Heppilega keyptum við þessar stofugardínur á dögunum því annars væri varla líft hérna inni í stofunni. Það er þvílíka glampandi sólin að það mætti halda (þ.e. þegar maður situr hérna inni og horfir út og upp (alls ekki niður)) að það væri komið þetta fína sumarveður. Þetta er merkilegt í ljósi þess að þegar ég vaknaði í morgun var snjókoma sem breyttist svo í haglél og læti. En nei, nei, núna bara komin þessi rjómablíða!

Talandi um rjóma. Fórum í afmæliskaffi til meistara Runa í gær og þáðum með þökkum veitingar sem spúsa hans Heiðrún hafði kokkað upp fyrir okkur gestina (geri bara ráð fyrir að Runi hafi lítið hjálpað til). Og þar var einmitt boðið upp á bollur með súkkulaði, sultu og rjóma þannig að þessi eina skitna bolla sem ég fékk á sjálfan bolludaginn var víst ekki eina rjómabolla ársins hjá mér. Hafði að vísu vit á því að telja þær ekki ofan í mig en þær voru allavega fleiri en ein og fleiri en tvær! Það er víst ekki að spyrja að því, það fer enginn svangur úr boði hjá Runa og Heiðrúnu… D

Heppilega er svo æfing hjá mér í handboltanum í kvöld og svo fótbolti á morgun þannig að e.t.v. næ ég eitthvað að hlaupa þetta af mér. Ef ekki, þá verður bara að hafa það… 😉

Auglýsingar

One response to “Það er farið að verða verra, ferðaveðrið hérna syðra…”

  1. GiG says :

    Heyrðu, farðu nú ekki að fita þig fyrir klifrið …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: