Saltkjötslaus Sprengidagur… :(

Ekkert saltkjöt, engar baunir, enginn túkall! Gæti varla verið ömurlegra! Fengum okkur í staðinn soðna ýsu með kartöflum og þó að hún sé vissulega góð þá kemur hún engan veginn í staðinn fyrir saltkjötið góða. Hefðum auðvitað átt að sæta lagi og láta tengdó taka með sér saltkjöt þegar hún kom hérna út um daginn. En maður tryggir víst ekki eftirá (Almennar tryggingar)…

Áðan var fyrsta útiæfing ársins hjá fótboltanum og heppilega var hún bara hérna í bakgarðinum hjá mér (nánast). Að vísu er búið að snjóa í allan dag þannig að völlurinn var þakinn í snjó. En að hætti sannra Íslendinga þá létum við það engan veginn á okkur fá og skemmtum okkur stórvel í boltanum. Gott ef við náðum ekki að spæna upp allan snjóinn af vellinum með þessu brölti okkar! 😀

Næsta æfing verður svo á föstudag og er stefnan sett á að hafa æfingar úti allavega tvisvar í viku. Vonum bara að Jonni hafi það af að kaupa sér skó fyrir föstudag, ætti allavega að hafa góðan tíma til þess… 😉

Auglýsingar

2 responses to “Saltkjötslaus Sprengidagur… :(”

  1. Jonathan Gerlach says :

    Íslenska saltkjötið sem ég hafði „vit“ á því að láta flytja hingað út (eða Erla öllu heldur) smakkaðist alveg fææææn.

    Bara að láta þig vita 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: