Ég nota BP bensín á hjólið mitt…

Þar sem ég á engan bíl þá get ég víst ekki sagt það. Eiginlega á ég ekki hjól heldur því ég er að nota gamla hjólið hennar Þórunnar því mínu var stolið um daginn. En þar sem allt hennar er mitt og allt mitt er mitt þá hlýt ég væntanlega að eiga hennar hjól líka, ekki satt? 😉

Annars er sérstök ástæða til að fagna því í dag er fæðingardagur Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og er því dagurinn yfirleitt kallaður Baden-Powell dagurinn (frumlegt og skemmtilegt). Merkilegt nokk þá var konan hans, Olave Baden-Powell, líka fædd sama dag þannig að við getum bara haldið upp á afmæli þeirra beggja, slá tvær flugur í þremur höggum…

Tengdamútta og yngri mágkonan voru svo að renna í hlaðið, ætla að vera hérna fram á mánudag og versla grimmt í H&M (geri ég ráð fyrir). Komu klyfjaðar af fiski sem akkúrat small ofan í frystiskápinn auk þess sem upp úr farangrinum komu tvær túpur af Mills kavíar (sem ég finn ómögulega hérna í Köb). Er núna að gæða mér á beyglu með kavíar og eggi, algjör snilld. Ekki eins mikil snilld er að mæðgurnar eru núna sestar fyrir framan sjónkann að horfa á gamlar Eurovision keppnir sem þær keyptu (og borguðu fyrir) á leiðinni út. Eins gott að heyrnartólin mín geta blokkað út mesta hávaðann…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: