Slabbur og slappur

Eftir rúmlega 10 tíma stanslausa snjókomu í gær hlýnaði og snjókoman varð að þessari fínu rigningu. Og hvað gerist þegar það fer að rigna í kjölfarið á mikilli snjókomu? Jú, maður fær hið stórskemmtilega fyrirbæri ‘slabb’! Hafi verið erfitt að hjóla í snjónum þá er það enn verra þegar hann er orðinn gegnblautur og orðinn að polli í föstu formi. Og það sem gerist líka er að það getur verið beinlínis hættulegt að vera á ferli, sérstaklega þar sem eru stórir bollar og mikil bílaumferð. Þetta fékk Þórunn einmitt að upplifa í gær þegar einhver ’tillitsamur’ ökumaður ákvað að færa einn miðlungsstóran poll af götunni yfir á gangstéttina, nákvæmlega þar sem Þórunn stóð! Enginn er verri þótt vökni í gegn… 😀

Er annars eitthvað hálf tjásulegur, vaknaði í gær með einhver ónot í hálsinum sem eru viðvarandi í dag. Er búinn að drekka ca. baðkarsfylli af tei og það virðist hjálpa að einhverju leyti. Ákvað allavega að láta þetta ekki aftra mér frá því að fara í salsa í gær sem var stórskemmtilegt. Ótrúlegt hvað það er mikill munur á milli námskeiða því núna er þetta bara drullu erfitt og eins gott að við hjónin erum dugleg að æfa okkur heima fyrir hvern tíma. Eftir svona 2-3 námskeið í viðbót held ég að við séum tilbúinn í að taka salsaheiminn með trompi. Allavega nokkuð ljóst hverjir verða Íslandsmeistarar í salsa árið 2008! 😀

Auglýsingar

2 responses to “Slabbur og slappur”

  1. Sólveig mágkona says :

    Æ´m rúting for jú!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: