Fótbolti og afmæliskaffi

Alltaf tekst nú þessum blessuðu sunnudögum að vera dagar leti, skemmtilegheita og óhófs. Að vísu var ekki mikið um leti í fótboltanum í morgun en að vísu lét árangur erfiðisins á sér standa. Held að liðið sem ég var í hafi ekki unnið einn einasta leik og þó voru þeir spilaðir ófáir. Eigum við ekki bara að segja að meðspilararnir hafi verið svona slappir, allavega er á hreinu að ég er ekki svona lélegur sjálfur… 😉

Í gær tókum við hjónin okkur svo til og bökuðum bæði kökur og brauð og buðum múg og margmenni til afmæliskaffis í dag klukkan fjögur. Greinilegt að tekið var vel í boðið því einungis einn afboðaði sig og gæddu gestir sér á alls kyns kræsingum og gúmmelaði. Heiðrún kom meira að segja með eina köku í viðbót þannig að nóg var af veitingunum í þokkabót. Það fer sko enginn svangur úr boði í Bremensgade 17, það er nokkuð ljóst! 😀

Auglýsingar

One response to “Fótbolti og afmæliskaffi”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: