Sól, sól, skín á mig…

Þá er maður víst mættur aftur fram í stofu með tölvuna. Ákvað að fórna mér og leyfa Þórunni að nota skrifborðið ‘hennar’ yfir helgina því hún þarf víst að læra. Gallinn er bara að sólin skín sem aldrei fyrr beint inn um stofugluggann hjá okkur og í augun á mér. Hvað gerir maður svosem ekki fyrir konuna? 😉

Henti mér í ræktina í morgun og á hlaupabrettið. Var í góðum fíling á 10 km/klst hraða með Eminem í eyrunum og búinn að hlaupa ca. 3 kílómetra þegar helv…. iPod-inn ákvað að hann hefði spilað nóg í bili og tilkynnti mér að hann hefði klárað rafhlöðuna og óskaði náðarsamlega eftir því að vera settur í hleðslu. Þá var fokið í flest skjól með áframhaldandi þjálfun því ég hreinlega verð að hafa einhverja tónlist í eyrunum til að geta hlaupið. Svo segja menn að Eminem hafi slæm áhrif á hlustendur sína, það er greinilega bara tómt bull…

Sigríður mágkona kom í mat í gær (og Ragnhildur og Helga María líka) og færði mér pakka, Spiderman H&M naríur! Veit greinilega alveg upp á hár hvað allir karlmenn óska sér í afmælisgjöf! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: