Föstudagsfjör!

Alltaf hafa föstudagar einhvern ævintýralegan blæ yfir sér. Helgin framundan, afslöppun (fyrir suma) og tækifæri til að lyfta sér upp og gera eitthvað skemmtilegt. Auðvitað er hægt að gera það á virkum dögum líka, eins og við hjónin gerðum einmitt í gær. Fórum út að borða og hentum okkur svo í bíó. Fórum að sjá ‘The Gay Cowboy Movie’, betur þekkt sem Brokeback Mountain. Kom bara á óvart, bjóst nú ekki við miklu, var samt alveg flaming en það pirraði mig ekki mikið. Tveir þumlar upp þar á ferð…

Og magnað hvað við Dói vorum sannspáir varðandi handboltann, einn sigur í milliriðli og Ísland endar í 5-8 sæti (nánar tiltekið 7. sæti). Dæmigert fyrir íslenska landsliðið að drulla upp á bak þegar það er minnsti möguleiki á árangri. Liðið er nú sennilega bara ekki betra en þetta. Og svo komu Danir mér verulega á óvart með því að salta Rússana og tryggja sig þannig í undanúrslit. Ætli maður neyðist þá ekki til að halda með Dönunum, fyrst maður býr nú einu sinni í landinu þeirra… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: