Gerðist eitthvað merkilegt 2. febrúar?!?

Dagurinn í dag þykir nú ekki svo ýkja merkilegur í veraldarsögunni. Mér tókst samt að grafa upp nokkra atburði sem áttu sér stað einmitt þennan dag.

 1. Nýja Amsterdam (síðar Nýja Jórvík) er formlega stofnuð.
 2. Fyrsta almenningssalernið í Bretlandi opnar (Fleet St. í London).
 3. Bandaríska hafnaboltadeildin stofnuð.
 4. Rithöfundurinn James Joyce fæðist.
 5. Í Punxsutawney í Pennsylvaníufylki í USA fylgist fólk með fyrsta Múrmelsdýrsdeginum sem er haldinn hátíðlega ár hvert á þessum sama degi. Punxsuatawney Phil (múrmeldýrið heitir það víst) var svo gerður ódauðlegur í myndinni Groundhog Day með meistara Bill Murray.
 6. Ayn Rand, rithöfundur og heimsspekingur, fæðist.
 7. Dmitri Mendeleev, rússneskur efnafræðingur og ‘höfundur’ lotukerfisins, deyr.
 8. Ylfingar boðnir velkomnir í skátahreyfinguna.
 9. Eistland lýsir yfir sjálfstæði frá Rússlandi (en missir það þó aftur skömmu síðar).
 10. Blýbensín kemur á markað.
 11. Þrír menn (ónafngreindir) dansa Charleston í 22 og hálfan tíma.
 12. Al Capone stungið á bak við lás og slá fyrir skattsvik (aldrei tókst að sanna neitt annað á karlgreyið).
 13. Adolf Hitler leysir upp þýska þjóðþingið.
 14. Lygamælir notaður í fyrsta skipti við réttarhöld.
 15. Þjóðverjar gefast upp fyrir Rússum í Stalíngrad eftir næstum tveggja ára umsátur um borgina.
 16. Christie Brinkley, amerískt súpermódel, fæðist.
 17. Snjókoma á Gíbraltar (þykir víst nokkuð óvenjulegt).
 18. Elizabeth Taylor giftir sig í þriðja sinn, hjónabandið endist stutt.
 19. Buddy Holly treður upp í síðasta sinn.
 20. Eva Cassidy, amerísk dægurlagasöngkona, fæðist (lést langt um aldur fram, 33 ára að aldri).
 21. GI Joe (holdgervingur bandaríska hermannsins) kemur á markað í USA.
 22. Boris Karloff, hrollvekjuleikari með meiru, deyr.
 23. Idi Amin nær völdum í Úganda (öllum til mikillar gleði og landinu til ævarandi sóma).
 24. Dana International, kynvillingur, fæðist.
 25. Söngdívan Shakira fæðist.
 26. Þýski rannsóknarmaðurinn Karl Shütz kynnir niðurstöður rannsókna sinna á Guðmundar og Geirfinnsmálinu á blaðamannafundi.
 27. Sid Vicious deyr af völdum ofneyslu allskonar lyfja.
 28. Kvöldþátturinn með David Letterman sýndur í fyrsta sinn. 24 árum síðar er hann enn í fullu fjöri.
 29. Filippseyjar taka upp stjórnarskrá (ekki seinna vænna).
 30. Sovéski herinn yfirgefur Afganistan eftir níu ára hernám.
 31. de Klerk, forseti Suður Afríku, afnemur formlega lögbundinn aðskilnað svartra og hvítra í landinu.
 32. Gene Kelly, amerískur dansari, leikari og leikstjóri, deyr.
 33. Data, ‘vélmaðurinn’ í Star Trek Next Generation, fæðist/settur saman.

Í dag er einnig hinn svokallaði Crêpe dagur í Frakklandi, spurning um að henda sér á eitt stykki síðar í dag… 😉

Auglýsingar

4 responses to “Gerðist eitthvað merkilegt 2. febrúar?!?”

 1. Jonathan Gerlach says :

  Spennandi afmælisdagur :/ Elizabeth Taylor gifti sig?!?!

  Hvað með Groundhog Day??

 2. Jonathan Gerlach says :

  P.S Til hamingju með daginn 😉

 3. Anonymous says :

  Til hamingju með daginn Stubbur!

 4. Sólveig mágkona says :

  Til hamingju með daginn lagsmaður 😉 Þú stefnir bara á fertugsaldurinn (sem er með eindæmum virðulegur aldur) Ti hamingju enn og aftur !*!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: