Í léttri salsasveiflu…

Hold da op! Við hjónin vorum að koma úr fyrsta salsatímanum eftir áramót (ákváðum að henda okkur á framhaldsnámskeið þar sem við vorum svo svakalega góð fyrir áramót). Það var sko ekki verið að fara hægt í sakirnar, aldeilis ekki! Ný spor hægri vinstri og í þokkabót allsvakalega flókin og hröð. Vorum eiginlega alveg gáttuð á því hvað við vorum að pluma okkur vel þrátt fyrir að hafa ekki ‘snert’ salsað (nema bara með nachos flögum) síðan um miðjan desember. Komumst að auki að því að allir sem voru með okkur í tímanum eru búnir að vera í þessu mun lengur en við og við stóðum þeim ekki svo langt að baki… 😀

Fengum annars Runa og Heiðrúnu í mat í gær og gripum á eftir í Trival, strákar á móti stelpum. Hörkukeppni framan af sem lauk svo með verðskulduðum sigri drengjanna. Rematch-ið var ekki eins spennandi, var eiginlega bara burst. Gellurnar áttu ekkert í baneitraða drengina og voru hreinlega skildar eftir í rykinu með einungis eina köku í lokin. Þori ég, get ég (eitthvað í Trivial), vil ég? Nei, við getið ekkert í Trivial… 😉

Ár hundsins byrjaði víst í dag með geltandi gleði á alla kanta. Vonandi fer ekki allt í hundana…

Auglýsingar

One response to “Í léttri salsasveiflu…”

  1. sigríður trivialchampion! says :

    nei, ok. ég kom ekkert í heimsókn líka, nei..ég er enginn gestur, nei…Ég er bara uppvaskarinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: